Select Page

Gæðastefna Fimleikasambands Íslands 

Gæðastefna Fimleikasambands Íslands 

Fimleikasamband Íslands (FSÍ) er höfuðsamtök allra fimleikafélaga á Íslandi og hefur það að markmiði að efla og styðja við þróun íþróttarinnar á faglegan og sjálfbæran hátt. Gæðastefna okkar byggist á eftirfarandi grundvallaratriðum: 

1. Velferð iðkenda.
FSÍ hefur velferð iðkenda að leiðarljósi í öllu starfi sínu. Við leggjum áherslu á öruggt og jákvætt umhverfi fyrir iðkendur á öllum aldri og getustigum, þar sem virðing, vellíðan og heilbrigði eru í fyrirrúmi. Við hvetjum til heilbrigðrar æfingamenningar sem stuðlar að jafnvægi milli líkamlegrar og andlegrar heilsu.

2. Þjálfaramenntun og fagmennska.
FSÍ leggur áherslu á öflugt fræðslukerfi fyrir þjálfara og aðra sem koma að starfi í fimleikahreyfingunni. Við tryggjum að þjálfarar hafi aðgang að símenntun og faglegri ráðgjöf með það að markmiði að veita iðkendum bestu mögulegu leiðsögn og stuðning. Fræðslan byggist á vísindalegum grunni og bestu starfsháttum íþróttagreinarinnar.

3. Góð og jákvæð menning.
FSÍ vinnur markvisst að því að skapa og viðhalda jákvæðri og uppbyggilegri menningu innan fimleikasamfélagsins. Við styðjum félög og einstaklinga í að innleiða jákvæða hugarfarsþjálfun, heiðarleika og virðingu í alla þætti starfsins. Við leggjum áherslu á gildi FSÍ, heiðarleiki, virðing og samvinna, ásamt því að allir iðkendur, þjálfarar, dómara og aðrir sem tengjast greininni fái að njóta íþróttarinnar í jákvæðu og hvetjandi umhverfi.

4. Jafnrétti og aðgengi.
FSÍ vinnur að því að fimleikar séu fyrir alla, óháð aldri, kyni, uppruna eða getu. Við stuðlum að jafnrétti og fjölbreytni í starfinu og vinnum markvisst að því að bæta aðgengi að fimleikum fyrir sem flesta. Við vinnum gegn mismunun og leggjum áherslu á að skapa jafnréttisumhverfi í fimleikasamfélaginu.

5. Öryggi og faglegt umhverfi.
FSÍ leggur ríka áherslu á að öryggi iðkenda sé tryggt í öllum þáttum starfsins. Við fylgjum siðareglum og vinnum markvisst að forvörnum gegn meiðslum og öðrum áföllum. Við tryggjum að félagsmenn og iðkendur hafi aðgang að faglegu umhverfi þar sem hæfni og ábyrgð eru í forgrunni.

6. Samstarf og samfélagsleg ábyrgð.
FSÍ vinnur í samstarfi við fimleikafélög, stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila til að efla fimleika á Íslandi. Við leggjum áherslu á faglegt samstarf sem byggir á gagnkvæmri virðingu og sameiginlegum markmiðum. Jafnframt leggjum við áherslu á samfélagslega ábyrgð og stuðlum að sjálfbærni í okkar starfi.

Með þessari gæðastefnu skuldbindur Fimleikasamband Íslands sig til að vinna stöðugt að framþróun fimleika á Íslandi og tryggja iðkendum, þjálfurum og öllum sem tengjast fimleikum faglegt, öruggt og jákvætt íþróttaumhverfi.