Select Page

Dagana 22. – 27. september fór fram fimleikahátíðin Golden age í Burgas í Búlgaríu. Hátíðin er sýningarhátíð fyrir 50 ára og eldri og er haldin annað hvert ár á vegum Evrópska fimleikasambandsins.

Að þessu sinni fóru þrír hópar frá Íslandi eða samtals 50 manns. Hóparnir koma frá Kramhúsinu og Ármanni. Hver og einn hópur sýndi glæsileg atriði tvisvar sinnum yfir vikuna og tók þátt í „workshopum“ í hinum ýmsu íþróttum.

Á hátíðinni voru um það bil 1400 þátttakendur frá 19 evrópuþjóðum.

Fimleikasambandið þakkar íslenska hópnum fyrir frábæra ferð!

Myndir frá ferðinni.