Fimleikar fyrir fatlaða
Fimleikar fyrir fatlaða
Í dag er boðið upp á áhaldafimleika fyrir fatlaða hjá Gerplu og nútímafimleika fyrir fatlaða hjá Íþróttafélaginu Ösp. Á fjögurra ára fresti eiga iðkendur möguleika á að fara á Special Olympics, en er þó takmarkaður fjöldi sem getur farið á þessa hátíð vegna kvóta. Stuðst er við reglur Special Olympics við þjálfun greinanna.
Það sem lýsir Fimleikum fyrir fatlaða best er – hamingja – dugnaður – og endalaus gleði. Á döfinni er að hefja nýja grein fyrir þennan hóp en það er Stökkfimi og hefur FSÍ samið nýjar reglur fyrir þennan hóp. Með þessari viðbót vonumst við að fleiri félög á landinu bjóði upp á fimleika fyrir þennan hóp. Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við þau félög sem bjóða upp á fimleika fyrir fatlaða, upplýsingar um félögin má sjá hér fyrir neðan.




Hér getur þú æft

Gerpla
