Select Page

Fimleikasambandið er að fara í risa stórt verkefni í sumar sem heitir Fimleikahringurinn, þar sem karlalandslið Íslands í hópfimleikum fer í 10 daga sýningaferð hringinn í kringum Ísland, dagana 22.-31. júlí. Þeir munu koma við á átta stöðum og að loknum sýningum er börnum og unglingum, af öllum kynjum boðið á æfingu undir handleiðslu landsliðsins.

Markmiðið með verkefninu er að kynna íþóttina fyrir Íslendingum hvaðanæva af landinu. Okkur langar í leiðinni að fá fleiri stráka í fimleikahreyfinguna þar sem þeir hafa verið í minnihluta okkar iðkenda, en umfram allt er markmiðið að allir fái að njóta sín á sínum forsendum sama af hvaða kyni þeir eru, því fimleikar eru fyrir alla. Strákarnir munu ferðast með fimleikaáhöldin með sér og setja upp sýningu í íþróttahúsi bæjarinns. Á hverjum stað munu þeir kynna fimleikafélagið í bænum og hvernig hægt er að skrá sig í fimleika í sumar og fyrir næsta tímabil. Á milli sýninga ætlar landsliðið að fara á fallega staði á landinu og taka upp myndbönd af fimleikastökkum sem sett verða inn á samfélagsmiðla sambandsins og nýtt til að auglýsa sýningarnar.

Verkefnið er hluti af hæfileikamótun sambandsins og sjá landsliðsþjálfararnir Magnús Óli Sigurðsson, Patrik Hellberg og Guðmundur Kári Þorgrímsson um framkvæmd þess. Opnar æfingar fyrir stráka hafa verið haldnar á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið gríðarlega mikil ánægja með þær æfingar. 

Við hvetjum alla til að koma og sjá glæsilega fimleikasýningu og börn og unglinga í framhaldi að prófa fimleika með karlalandsliðinu, sem ætlar að kenna allskonar flott fimleikatrix.

Hér má sjá dagskrá ferðarinnar: 

Hægt er að fylgjast með undirbúningnum og ferðinni á samfélagsmiðlum Fimleikasambandsins og FFS (fimleika fyrir stráka): 

Instagram: 

Youtube: 

Facebook: