Select Page

Bikarmót í áhaldafimleikum fer fram í Ármanni, laugardaginn 18. febrúar. Mótið hefst klukkan 13:40 og fer miðasala fram við innganginn. Á Bikarmóti er keppt í liðakeppni í frjálsum æfingum karla og kvenna, þar sem að hámarki 5 keppendur eru í hverju liði og telja þrjár hæstu einkunnir á hverju áhaldi til stiga fyrir liðið.

Sjö kvennalið

Sjö kvennalið eru skráð til keppni og munu þau öll takast á um Bikarmeistaratitilinn í ár. Liðin eru: Björk, Gerpla 1, Gerpla A, Grótta, Ármann, Fylkir og Stjarnan. Að auki eru sex stúlkur skráðar sem gestir, alls eru 45 skráðar til keppni í kvennafokki, það gefur augaleið að hart verður barist um titilinn í ár.

Lið Gerplu og Björk hafa skipt með sér Bikarmeistaratitilinum síðan árið 2017, Gerpla bar sigur úr býtum í fyrra og fór heim með titilinn, Lið Gerplu er því ríkjandi Bikarmeistari í áhaldafimleikum kvenna.

Þrjú karlalið

Þrjú karlalið munu keppast um titilinn að þessu sinni, þau eru; Björk, Gerpla 1 og Gerpla A. Alls eru 21 keppendur skráðir til keppni í karlaflokki.

Gerplumenn hafa landað titlinum frá árinu 2017 en Ármenningar lönduðu titlinum árin 2014 og 2016 (Gerpla árið 2015). Ármenningar rufu 17 ára sigurgöngu Gerplu árið 2014.

Skipulag mótsins má finna hér.

Facebook viðburð má finna hér.