Landslið drengjaliðs í hópfimleikum
Your Title Goes Here
Day(s)
:
Hour(s)
:
Minute(s)
:
Second(s)
Landslið fyrir Evrópumót 2024
Ferlið fram að EM 2024
Í úrvalshópum eru iðkendur fæddir 2007-2010. Þar eru iðkendur sem uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur sem landsliðsþjálfarar gefa út. Kröfur eru sendar á félögin og eru aðgengilegar á heimasíðu Fimleikasambandsins. Félagsþjálfarar tilnefna þá iðkendur sem uppfylla lágmarkskröfur og landsliðsþjálfarar fara yfir tilnefningarnar og horfa á mót vetrarins. Út frá þessum upplýsingum velja landsliðsþjálfarar velja úrvalshóp sem tilkynntur er á heimasíðu sambandsins og sendur á félögin. Úrvalshópur er breytilegur yfir árið og því eiga allir möguleika á að komast í hóp.
Fimleikasambandið stefnir að því að senda þrjú lið í U-18 á Evrópumótið 2024 (EM), stúlknalið, drengjalið og blandað lið. Iðkendum verður ekki skipt í stúlkna-, drengja-, og blandað lið fyrr en 1. júní. Mótið verður haldið í Azerbaijan í október 2024.
Yfirmaður verkefnisins er framkvæmdastjóri FSÍ, Sólveig Jónsdóttir en daglegur rekstur og umsjón þess er á höndum afreksstjórans, Írisar Mistar Magnúsdóttur með faglegri aðstoð frá Eddu Dögg Ingibersdóttur. Yfirþjálfarar verkefnisins, með faglega stjórn og uppbyggingu, eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir.
Landslið – Drengjalið – 2024

Dagskrá
Dagskrá úrvalshópa/U-18 landsliða 2024
Markmið
Hér fyrir neðan má finna gólfæfingar (móment) sem landsliðsþjálfarar munu skoða á æfingum 2.-3. mars. Við óskum eftir að iðkendur séu vel undirbúnir og verði tilbúnir að sýna mómentin á æfingunum.
Iðkendum verður bætt í Sportabler hóp þar sem þeir fá nánari upplýsingar um æfingarnar.
Landsliðsþjálfarar drengjalið

Inga Valdís Tómasdóttir
Gólfæfingar

Aníta Þorgerður Tryggvadóttir
Dýnustökk og trampólín

Helgi Laxdal Aðalgeirsson
Dýnustökk og trampólín
Yfirþjálfarar
Yfirþjálfarar verkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar tveimur Evrópumeistaratitlum.


Björn Björnsson
Yfirþjálfari
Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir
Yfirþjálfari
Fyrirkomulag drengjaliða á Evrópumótum
Lokahópur samanstendur af tíu keppendum og tveimur varamönnum. Keppt er í undanúrslitum þar sem liðin freista þess að komast á lokamót. Einungis sex lið ná því og keppa um Evrópumeistaratitilinn.
Úrslit Íslands á Evrópumótum í drengjaliði
Fyrsta Evrópumótið fór fram árið 1996. Keppni í unglingaflokki hófst fyrst á Evrópumótum árið 2010.
2014 – Reykjavík, Ísland – 5. sæti
2022 – Lúxemborg – 5. sæti
Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar

Um næsta Evrópumót
Staðsetning
Baku, Azerbaijan
Dagsetning
16.-19. október 2024
Aldur
Unglingaflokkur 14-17 ára (fædd 2010-2007)
Fullorðinsflokkur 16 ára og eldri
Frekari upplýsingar
Koma síðar