Select Page

Dómaranámskeið 

E dómaranámskeið í Áhaldafimleikum

20 klukkustundir

Fyrsta stig dómaramenntunar er dómaranámskeið sem veitir E dómararéttindi í áhaldafimleikum karla og kvenna. Námskeið er haldið í hvorri grein fyrir sig, réttindi í áhaldafimleikum karla gilda ekki í áhaldafimleikum kvenna og öfugt.  E dómarar sinna því að taka frádrátt við dómgæslu. E dómararéttindi skiptast í E1, E2 og E3, réttindin byggjast á því hversu hátt dómari skorar á dómaraprófi og reynslu. E1 dómari þarf að hafa starfað sem E2 eða E3 dómari í tvö ár hið minnsta, náð 18 ára aldri og ná góðum árangri í dómaraprófi. E2 dómarar hafa náð góðum árangri á dómaraprófi og E3 dómarar hafa staðist dómarapróf.  

Fyrir hverja: Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að hefja dómarastörf 

Aldurstakmark: 15 ár (nemendur í 10. bekk). 

Undanfari: Enginn undanfari.

Réttindi: E-dómari. 

Dómarar

D dómaranámskeið í áhaldafimleikum

20 klukkustundir

 

Annað stig dómaramenntunar er dómaranámskeið sem veitir D dómararéttindi í áhaldafimleikum karla og kvenna. Eins og með E dómararéttindi, er námskeið haldið í hvorri grein fyrir sig og gilda eingöngu fyrir þá grein. D dómarar reikna upphafseinkunn í fimleikum, auk þess sem þeir hafa réttindi til þess að taka frádrátt við dómgæslu. D dómararéttindi skiptast í D1 og D2, réttindin byggjast á því hversu hátt dómari skorar á dómaraprófi og reynslu. Dómari með D1 réttindi þarf að vera orðinn 20 ára, hafa verið E1 dómari í tvö ár hið minnsta og ná góðum árangri á dómaraprófi. D2 dómari þarf að hafa náð 19 ára aldri, verið E1 dómari í minnst eitt ár og ná góðum árangri á dómaraprófi.

Fyrir hverja: Námskeiðið er ætlað E dómurum með reynslu 

Aldurstakmark: 18 ár.

Undanfari: E dómararéttindi.

Réttindi: D-dómari. 

Alþjóðleg dómaranámskeið í áhaldafimleikum

30 klukkustundir

Alþjóðleg dómaranámskeið í áhaldafimleikum karla og kvenna er haldið af Alþjóða fimleikasambandinu í upphafi hverrar ólympíuöðu. Íslenska fimleikasambandið sendir sína reynslumestu dómara hverju sinni á námskeiðið.  

Fyrir hverja: Reynslumestu fimleikadómarar landsins, valdir af FSÍ.

Aldurstakmark: 21 ár.

Undanfari: Dómaranámskeið – D réttindi. 

Réttindi: Alþjóðlegur dómari.

Dómarar

Dómaranámskeið í hópfimleikum

30 Klukkustundir

Á Íslandi er keppt eftir hópfimleikareglum Evrópska Fimleikasambandsins (European Gymnastics) með undanþágum fyrir yngri flokka. Dómgæsla skiptist í E dómara, sem taka framkvæmdar frádrátt fyrir þær æfingar sem eru framkvæmdar og CD dómara sem dæma erfiðleika og samsetningu æfinganna. Á hverju áhldi eru fjórir E dómarar og er E1 yfirdómari áhaldsins. Í gólfæfingum eru fjórir CD dómarar en á dýnu og trampólíni eru tveir CD dómarar. Þeir sem sitja dómaranámskeið í hópfimleikum taka próf bæði sem E dómarar og CD dómarar. Yfirdómarar á mótum eru valdir af tækninefnd í hópfimleikum og er horft til árangurs á dómaraprófi og reynslu í dómgæslu.

Aldurstakmark: 15 ár (nemendur í 10.bekk).

Undanfari: Engin undanfari

Réttindi: Dómari í hópfimleikum

Alþjóðlegt dómaranámskeið í hópfimleikum

30 Klukkustundir

Alþjóðlegt dómaranámskeið í hópfimleikum er haldið af Evrópska Fimleikasambandinu á fjögurra ára fresti. Ísland sendir sína reynslumestu dómara hverju sinni á námskeiðið. Þeir dómarar miðla áfram sinni þekkingu með því að halda dómaranámskeið á Íslandi á vegum Fimleikasambandsins.

Fyrir hverja: Reynslumikla fimleikadómara, valdir af FSÍ.

Aldurstakmark: 18 ár.

Undanfari: Dómgæsla á Íslandi.

Réttindi: Alþjóðlegur dómari.