Select Page

Fimleikadómarafélag

Fimleikadómarafélag Íslands var stofnað þann 26. febrúar 2018 með það að tilgangi að standa vörð um hagsmuni fimleikadómara og vera málsvari þeirra. Félagið kemur fram fyrir hönd dómara í viðræðum við FSÍ, svo sem vegna launamála. Þá stendur félagið fyrir tveimur viðburðum á ári, annars vegar fræðslu og hins vegar skemmtikvöldi fyrir félagsmenn. Félagsmenn greiða hóflegt árgjald í félagið. Dómarar fá sendan reikning í heimabanka einu sinni á ári og telst greiðsla þess reiknings sem skráning í félagið það árið. Félagið heldur aðalfund einu sinni á ári þar sem kosið er m.a. í nýja stjórn.

Netfang félagsins er:  fimleikadomarar@gmail.com