Select Page

Seinnipartinn í gær fengum við að vita að Dagur Kári væri kominn með fjölþrautarsæti á HM 2023!

Dagur er búinn að vera fyrsti varamaður á HM frá því á EM í vor og var það því mjög svekkjandi við brottför að hann væri ekki kominn inn, enda búinn að undirbúa sig í allt sumar. Svona ef tækifærið myndi koma – sem það svo sannarlega gerði í gær. Ísland á því ekki bara þrjá glæsilega keppendur á HM heldur FJÓRA .

Dagur keppir í hluta 5 á sunnudaginn, 1. október, en keppni hefst klukkan 8:00 á íslenskum tíma. Undanúrslitin verða sýnd í beinu streymi hér. Úrslit verða sýnd á RÚV/2, en sýningartíma má nálgast hér.

Valgarð átti frábæra Podiumæfingu í dag, þar sem að hann sýndi fram á öruggar æfingar. Valgarð keppir á laugardag, 30. september, klukkan 14:00 á íslenskum tíma. Þær Margrét Lea og Thelma mættu til Antwerp, Belgíu, í gær og kíktu þær beint í æfingasalinn. Þær standa frammi fyrir mjög krefjandi verkefni en æfingar þeirra hefjast seint á kvöldin sem og keppnin þeirra. Stelpurnar keppa mánudaginn, 2. október, klukkan 19:15 á íslenskum tíma, sem er 21: 15 hér í Belgíu.

Stemningin er frábær hér í Belgíu og veðrið að leika við keppendur. Á morgun tekur við æfingadagur hjá strákunum og Podium dagur hjá stelpunum, endilega fylgist með á samfélagsmiðlum sambandsins.

Áfram Íslands!!