Select Page

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið hófst á keppni í 1.flokki og KKE á föstudagskvöldi og lauk nú seinnipart sunnudags með keppni í meistaraflokki.

Í meistaraflokki kvenna var hörð og skemmtileg keppni milli Gerplu og Stjörnunnar þar sem Stjarnan átti titil að verja. Að lokum varð það lið Gerplu sem bar sigur út bítum í fyrsta sinn síðan árið 2015, liðið fékk 51.300 stig, í 2.sæti varð lið Stjörnunnar með 48.300 stig og í því þriðja lið ÍA með 40.500 stig.

Í karlaflokki sigraði lið Störnunnar með 46.150 stig og flokki blandaðra liða sigraði Gerpla með 40.050 stig.

Mótið var sýnt í beinni útsendingu á RÚV og var allt hið glæsilegasta.

Úrslit mótsins í öllum flokkum má nálgast hér.

Myndir frá mótinu.

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með árangurinn. Þökkum við Gerplu fyrir glæsilegt mótahald.