Select Page

Þriðja og seinasta keppnisdegi íslenska landsliðsins á HM í áhaldafimleikum er nú lokið. Þær Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir stigu á stóra sviðið í dag, mættu þær einbeittar til keppni og fóru þær í gegnum mótið nánast mistaka laust.

Efst íslensku kvennana í dag var Thelma en hún toppaði svo sannarlega á réttum tíma, þar sem hún sótti sér sinn besta persónulega árangur í fjölþraut á HM í dag, lauk hún keppni með 49.099 stig. Margrét Lea átti einnig góðan dag, en mistök á slánni settu strik í reikninginn hjá henni, Margrét Lea lauk keppni með 45.965 stig.

Mótið byrjaði með frábærum tvísláaræfingum hjá þeim báðum, skilaði tvísláaræfingin hennar Margétar Leu henni 11.100 stig og Thelmu 12.166 stig. Spennan magnaðist þegar að Margrét Lea steig á slánna en sýndi hún glæsilega sláaræfingu, en því miður varð afturábak tengingin henni að falli og setti það stórt strik í reikninginn, æfingin skilaði henni 10.866 stig. Thelma sýndi frábæra æfingu á slánni sem skilaði henni 12.133 stig eftir að einkuninn hennar var hækkuð eftir mistök í útreikningum. Glæsileikinn gjörsamlega geislaði af þeim Thelmu og Margréti þegar þær kepptu á gólfi, sem sýndi sig í einkunnum stúlknanna en Thelma fékk 12.500 stig fyrir æfingarnar sínar og Margrét Lea 11.833 stig. Framkvæmdu þær báðar erfið stökk sem skiluðu þeim 12.300 (Thelma) og 12.166 (Margét Lea) stig.

Myndir eru komnar inn á myndasíðu sambandins.

Hér má sjá úrslit mótsins.

Fimleikasamband Íslands óskar þeim Margréti Leu, Thelmu, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með árangurinn í dag.