Select Page

Þeir Dagur Kári Ólafsson, Jón Sigurður Gunnarsson (Nonni) og Valgarð Reinhardsson (Valli) eru mættir til Cairo, Egyptalands ásamt fylgdarliði. Þeir Ólafur Garðar Gunnarsson og Stefán Hafþór Stefánsson fylgdu strákunum út. Apparatus World Cup keppnin í Cairo er fyrri hluti ferðalags strákana en halda þeir til Cottbus, Þýskaland á mánudag, þar sem keppni tvö í mótaröðinni fer fram.

Veðrið leikur við strákana en Nonni er með story takeover á Instagramminu okkar í dag og hvetjum við alla áhugasama um að kíkja á það. Undanúrslitin hefjast á morgun klukkan 13:30 á íslenskum tíma, þar sem keppt verður á gólfi, bogahesti og hringjum. Á fimmtudag fer svo fram keppni á stökki, tvíslá og svifrá, sem hefst klukkan 12:00 á íslenskum tíma.

Okkar menn eru skráðir til keppni á eftirfarandi áhöld;

  • Dagur Kári – bogahestur, tvíslá og svifrá
  • Valli – gólfi, tvíslá og svifrá
  • Nonni – hringir

Strákarnir tóku þátt á podiumæfingu í dag sem gekk heilt yfir mjög vel, samkvæmt Óla, þjálfara. Valli átti góðan dag á öllum áhöldunum, Nonni sýndi sterka hringjaseríu en Dagur slasaði sig lítilsháttar og tók aðeins þátt í hluta æfingarinnar. Vonum við að Dagur komi sterkur til keppni á morgun.

Myndbönd af keppnisæfingu

Elevien mun sýna frá keppnisæfngum mótsins, báða undanúrslitadagana í appinu sínu. Hvetjum við áhugasama að sækja sér appið og fylgjast þar með gengi strákanna. Hér má finna frekari upplýsingar um appið.

Pay-per-view á FIGTV

FIGTV mun bjóða upp á beint streymi til sölu á síðunni sinni báða úrslitadagana. Sjá hér.

Úrslit

Hér verður hægt að fylgjast með úrslitum.

Fimleikasamband Íslands óskar Cairo liðinu okkar góðs gengis á morgun og hinn – Áfram Ísland!