Select Page

Alek Ramezanpour hefur verið ráðinn til þess að hafa yfirumsjón með hæfileikamótun drengja 12-14 ára í áhaldafimleikum karla. Áhersla er lögð á samvinnu félaga, þjálfara og að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra af hverjum öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar.

Alek átti farsælan fimleikaferil sjálfur og hefur unnið til verðlauna á ýmsum mótum. Hann er með bachelor gráðu í íþróttafræði og einkaþjálfarréttindi, hefur 12 ára reynslu af þjálfun og starfar nú sem þjálfari hjá Gerplu. Við bjóðum Alek velkomin til starfa og hlökkum til að vinna með honum að uppbyggingarstarfi fyrir okkar ungu fimleikamenn.