Select Page

Um liðna helgina stóð Fimleikasamband Íslands fyrir æfingabúðum í áhaldafimleikum kvenna. Ferenc Kováts stýrði æfingunum með aðstoð félagsþjálfara iðkenda. Sjö konur úr, þremur félögum tóku þátt en allar áttu þær það sameiginlegt að hafa tekið þátt í úrtökuferli fyrir Norður Evrópumótið.

Æfingabúðirnar fóru fram í Keflavík en voru þær saman settar úr þremur æfingum. Æfingarnar voru allar með mismunandi áherslur en á laugardeginum var áhersla á grunnæfingar og sunnudagurinn var nýttur í að æfa flugmóment á tvíslá, keppnisstökk í mjúkt og D æfingar á fíbergólfi.

Þær sem tóku þátt í æfingabúðunum að þessu sinni voru:

  • Thelma Aðalsteinsdóttir
  • Hildur Maja Guðmundsdóttir
  • Dagný Björt Axelsdóttir
  • Lilja Katrín Gunnarsdóttir
  • Lovísa Anna Jóhannsdóttir
  • Freyja Hannesdóttir
  • Svanhildur Nielsen

Æfingabúðirnar voru einnig frábært vettvangur fyrir stelpurnar til þess að kynnast enn betur, þétta hópinn og eiga notalegar stundir saman.

Á Instagramsíðu Fimleikasambands Íslands (Reels) má sjá smá brot af æfingu hjá stelpunum, á þeirri æfingu var áherslan á grunnæfingar, svo sem hringi í handsstöður á tvíslá, undirbúningsæfingar á stökki og hopp á slá.