Select Page

Keppni í áhaldafimleikum karla 

Frjálsar æfingar

Hæsta getustig í áhaldafimleikum eru Frjálsar æfingar, þar er keppt eftir reglum alþjóða fimleikasambandsins (code of points). Keppt er í karlaflokki (18 ára og eldri), unglingaflokki (14-17 ára) og drengjaflokki (13 ára og yngri).

Mót: Haustmót, Bikarmót (liðakeppni), Íslandsmót (fjölþraut og einstök áhöld) , GK-meistaramót

Hér má sjá keppnisreglur 

 

 

Áhalda kk

1. Þrep

Efsta og erfiðasta þrep Fimleikastigans er 1. þrep sem eru frjálsar æfingar sem styðjast við reglur FIG fyrir unglinga. Engar fyrirfram ákveðnar seríur eru gefnar upp á áhöldum heldur fær fimleikamaður í samráði við þjálfara að setja seríurnar saman.  Í þessu þrepi er keppt í einstaklingskeppni í fjölþraut og á einstökum áhöldum, í liðakeppni á Bikarmóti og þeir einstaklingar sem ná þrepi enn þó að lágmarki 10 efstu frá keppnistímabili vinna sér inn rétt til keppni á Íslandsmóti.

Mót: Haustmót, Þrepamót, Bikarmót (liðakeppni), Íslandsmót (fjölþraut og einstök áhöld) og GK-meistaramót

Hér má sjá keppnisreglur

2. Þrep

2. þrep eru skylduæfingar. Þrepið er hannað með það í huga að flestir keppendur geti notað seríurnar sem grunn til að bæta örlítið við svo að seríurnar uppfylli kröfur í keppni í frjálsum æfingum. Í þessum þrepum er keppt í einstaklingskeppni í fjölþraut og á einstökum áhöldum, í liðakeppni á Bikarmóti og þeir einstaklingar sem ná tilskildum stigafjölda og/eða eru í efstu 10 sætunum eftir keppnistímabilið vinna sér inn þátttökurétt á Íslandsmóti.

Mót: Haustmót, Þrepamót, Bikarmót (liðakeppni), Íslandsmót (fjölþraut og einstök áhöld) og GK-meistaramót

Hér má sjá keppnisreglur

Áhalda kk

3. Þrep

3. þrep eru skylduæfingar. Hér bætast við fleiri æfingar sem hafa gildi í code of points og seríurnar á sumum áhöldunum eru tilbúnar til keppni í frjálsum æfingum ss. á gólfi og stökki. Í þessu þrepi er keppt í einstaklingskeppni í fjölþraut og á einstökum áhöldum, í liðakeppni á Bikarmóti og þeir einstaklingar sem ná tilskildum stigafjölda og/eða eru í efstu 10 sætunum eftir keppnistímabilið vinna sér inn þátttökurétt á Íslandsmóti. 

Mót: Haustmót, Þrepamót, Bikarmót (liðakeppni), Íslandsmót (fjölþraut og einstök áhöld) og GK-meistaramót

Hér má sjá keppnisreglur

4.-5. Þrep

4. og 5. þrep eru skylduæfingar. Í þessum þrepum er keppt í einstaklingskeppi og eingöngu í fjölþraut. Þegar iðkandi hefur náð tilskildum stigafjölda er hann verðlaunaður og flyst upp í næsta þrep.

Mót: Þrepamót 1 (sem fram fer á haustönn) Þrepamót 2 og Þrepamót 3 ( sem fram fara á vorönn)

Hér má sjá keppnisreglur

6. Þrep

  1. þrep eru skylduæfingar ætlaðar til notkunar í stöðumati félaga, á boðs og innanfélagsmótum iðkenda sem eru að taka sín fyrstu skref í greininni.

Mót: Ekki er keppt á mótum FSÍ í þessu þrepi.

Hér má sjá keppnisreglur

Um þrepin

Venjuleg leið í gegnum þrepin er að taka 2 ár í að keppa í hverju þrepi. Fyrra árið fer yfirleitt í að læra nýju æfingarnar, á meðan seinna árið fer í að fínpússa æfingarnar og eiga möguleika á verðlaunum fyrir æfingarnar. 

Keppendur fá að keppa á mótum á vegum FSÍ við 9 ára aldur og keppendur í 3.þrepi og ofar mega keppa í frjálsum æfingum samhliða keppni í fimleikastiganum

Keppandi fær þrep viðurkennt þegar ákveðnum stigafjölda í fjölþraut er náð. Með því að fá þrep viðurkennt hefur keppandi formlega lokið þrepinu. Ber honum þá að færast upp um þrep á næsta keppnistímabili.  Keppanda er leyfilegt að færa sig upp um þrep á keppnistímabili hafi hann sýnt fram á nægilega góð tök á því þrepi sem hann ætlar að fara úr. Ekki er hægt að færast niður um þrep þegar keppandi hefur einu sinni fært sig upp um þrep og keppt í því á móti á vegum FSÍ.