Landslið í hópfimleikum
Undirbúningstímabil
Your Title Goes Here
Day(s)
:
Hour(s)
:
Minute(s)
:
Second(s)
Evrópumót – plan fyrir 2025
Hér má sjá markið sem að landsliðsþjálfara hafa sett upp fyrir EM 2026: Markmið fyrir 2026
Mómentamarkmið fyrir EM 2026 og undirbúningsæfingar má finna hér
Dagskrá
Æfing 1 U-18 landslið
Opin æfing fyrir iðkendur fædda 2009-2012 sem hafa eftirfarandi lágmörk:
- Yfirslag með 180 skrúfu
- Þrjú móment fram með minnst 180 skrúfu
Unnið verður með þrjú móment í fram umferð og yfirslag yfir hest á stökk áhöldum.
Á gólfi verður unnið með flæði inn og út úr æfingum.
Félagsþjálfarar eru velkomnir á æfinguna.
Æfingin verður haldin í Gerplu Vatnsenda, föstudaginn 19. september kl. 18:00-21:00. Skráning fer fram á þjónustugáttinni og líkur 15.september: Þjónustugátt
Fyrirkomulag á æfingu verður eftirfarandi:
Æfingin er sett upp sem basic æfing og verða gerðar stöðvar sem eru góða fyrir þau atriði sem unnið er með á æfingunni.
Á stökkáhöldum fá iðkendur útskýringar á stöðvunum og fá svo 15 mínútur til þess að gera stöðvar og í lokin verða keyrð full stökk. Á gólfi verður útskýrt hvernig við vinnum með flæði inn og út úr mómentum og iðkendur svo paraðir saman og látnir fá mismunandi móment til þess að setja inn í flæði.
17:45 mæting
18:00 – 18:30 Upphitun
18:30 – 18:45 Vatnspása og iðkendum skipt í hópa
18:45 – 19:15 Stöðvar
19:20 – 19:50 Stöðvar
19:55 – 20:25 Stöðvar
20:25-21:00 teygjur og spjall um markmið fyrir EM 2026.
Hlökkum til að sjá ykkur og gangi ykkur vel.
Áfram Ísland!
Æfing 1 A-landslið
Opin æfing fyrir alla á meistaraflokks aldri (fæddir 2008 og fyrr)
Engar kröfur eru inn á æfinguna en hérna er það sem unnið verður með:
- Fram – Heil – krafstökk – lokamóment
- Aftur á bak – araba flikk – lokamóment
- Tramp – Hlaup , Innstökk, vinna í og frá trampinu inn í stökkin
- Hestur – undirbúningsvinna fyrir innkomu og fráspyrnu frá hestinum yfir í stökkin
Félagþjálfarar eru velkomnir að koma með iðkendum einnig ef félagsþjálfarar sem eiga ekki iðkendur vilja koma þá er það velkomið.
Æfingin verður haldin í ÍA, Akranesi, föstudaginn 29. ágúst kl. 18:00-21:30. Skráning fer fram á þjónustugáttinni og líkur 26.ágúst
Fyrirkomulag á æfingu verður eftirfarandi:
Æfingin er sett upp sem basic æfing og verða gerðar stöðvar sem eru góða fyrir þær umferðir sem A landsliðin eru að stefna að því að gera á EM 2026 í Finnlandi.
Iðkendur fá útskýringar á stöðvunum og fá svo 10-15 mín til að gera stöðvarnar áður en það verður tekið vídeo af öllum hópnum gera allar stöðvarnar. Það verða ekki nein full stökk á æfingunni.
17:45 mæting
18:00 – 18:30 Upphitun
18:40 – 19:00 Stöðvar fyrir fram
19:00 – 19:10 Video af öllum
19:15 – 19:25 Stöðvar fyrir aftur á bak
19:25 – 19:35 Video af aftur á bak
19:40 – 20:00 Stöðvar fyrir tramp
20:00 – 20:10 video af trampi
20:15 – 20:35 stöðvar fyrir hest
20:35 – 20:45 video af hest
20:45-21:00 teygja og klára æfinguna
21:00-21:20 fundur með útskýringu á stökkmarkmiðum fyrir landsliðum fyrir EM í Finnlandi og hvað hver og einn getur gert til að auka líkurnar sínar á að vera valin í lið.
Hlökkum til að sjá ykkur og gangi ykkur vel.
Áfram Ísland!
Landsliðsþjálfarar 2025 – A landslið

Margrét Lúðvígsdóttir

Kristinn Þór Guðlaugsson

Michal Říšský
Landsliðsþjálfarar 2025 – Unglingalandslið

Þórdís Þöll Þráinsdóttir

Andrea Sif Pétursdóttir

Yrsa Ívarsdóttir
Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar

Um næsta Evrópumót
Staðsetning
Espoo, Finland
Dagsetning
14.-17. október 2026
Aldur
Unglingaflokkur 14-17 ára
Fullorðinsflokkur 16 ára og eldri