Hæfileikamótun 2025
Hæfileikamótun er fyrir iðkendur fædda 2009-2012, sem uppfylla lágmarkskröfur inn á hæfileikamótunar æfingar en hafa ekki enn náð lágmarkskröfum inn á úrvalshópaæfingar. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra hvor af öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Áhersla er lögð á samvinnu félaga og þjálfara. Æfingin er einnig miðuð að því að gefa þjálfurum tæki og tól til að nýta sér í sínu félagi.
Þjálfarar í hæfileikamótun 2025

Andrea Sif Pétursdóttir

Helgi Laxdal Aðalgeirsson
Hæfileikamótun dagskrá
Æfing 3.maí 2025
Tímasetning: Laugardaginn 30.11.24 í Stjörnunni. Æfingin verður tvískipt vegna mikillar þátttöku.
Hópur 1: 14:00-16:00
Hópur 2: 16:00-18:00
Félög/félagsþjálfarar skrá sína iðkendur í gegnum Þjónustugátt FSÍ undir nafninu:
Hæfileikamótun – Hópfimleikar
Athugið að skráning lokar 29.apríl. Við biðjum félagsþjálfarar að fylgja iðkendum á æfingarnar.
Innihald æfingar:
Á meðan á upphitun stendur hjá iðkendum er farið yfir með félagsþjálfurum þær stöðvar (tækniæfingar) sem teknar verða fyrir á æfingunni og þeir fá útskýringar á þeim stöðvum og rök fyrir því afhverju þær stöðvar hafa verið valdar. Hér fá þjálfarar tækifæri til þess að koma með tillögur að fleiri stöðvum og möguleikann á því að þeim verði bætt inn á æfinguna. Hér er tækifæri fyrir þjálfara að ræða saman um hvað þeir telja að sé að virka hjá sér og fyrir aðra að fá nýjar hugmyndir til að taka með sér í sitt félag.
Tækniæfingar sem verða teknar fyrir:
Tækniæfingar á hest og fiber:
- Unnið verður með að bæta færni á hesti og í afturábak umferð á fibergólfi
- Áhersla lögð á tengingu úr araba inn í flikk og snap/korbet vinnu
- Áhersla lögð á innstökk í trampólínið (fyrir hest) og vinnu úr hestinum
Lágmörk sem iðkendur þurfa að uppfylla til að geta skráð sig á æfinguna:
Stelpur
- hestur: tsu pike / yfirslag heljar með hálfum
- fiber: araba flikk 2 skrúfa / tvöfalt heljar
Strákar
- hestur: tsu heljar / yfirslag heljar með hálfum
- fiber: araba flikk 2 skrúfa / tvöfalt heljar
Við biðjum þjálfara að virða lágmörkin inná æfinguna og aðeins senda þá sem uppfylla kröfurnar sem settar eru. Iðkendur þurfa að uppfylla að lágmarki eitt stökk á hvoru áhaldi.