Select Page

Landsliðsþjálfari unglinga hefur valið fjóra drengi sem mynda landslið Íslands á Junior Team Cup. Keppnin fer fram í Berlín, Þýskalandi helgina 28. apríl – 1. maí.

Landslið Íslands skipa:

  • Ari Freyr Kristinsson – Fimleikafélagið Björk
  • Lúkas Ari Ragnarsson – Fimleikafélagið Björk
  • Sigurður Ari Stefánsson – Fjölnir
  • Stefán Máni Kárason – Fimleikafélagið Björk

Varamenn eru:

  • Davíð Goði Jóhannsson – Fjölnir
  • Sólon Sverrisson – Fimak

Þjálfarar eru þeir Hróbjartur Pálmar Hilmarsson og Ólafur Garðar Gunnarsson.

Þórir Arnar Garðarsson mun ferðast með sem dómari.

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum innilega til hamingju með landsliðssætin og óskar þeim góðs gengis í undirbúningi fyrir mótið.