Select Page

Lúkas Ari Ragnarsson og Sigurður Ari Stefánsson hafa lokið keppni á Evrópumótinu í áhaldafimleikum karla. Þeir keppa í unglingaflokki og var þetta fyrsta Evrópumót þeirra beggja. Strákarnir voru yfirvegaðir og einbeittir og ekki að sjá að þetta væri frumraun þeirra á stóra sviðinu. Þeir kepptu báðir í fjölþraut og hlaut Lúkas Ari 66,366 stig og Sigurður Ari 69,233 stig.

Brot af því besta frá keppninni í dag má finna í Instagramstory Fimleikasambands Íslands.

Myndir

Fimleikasambandið óskar Lúkasi Ara, Sigurði Ara og þjálfurum þeirra til hamingju með mótið.

Einnig viljum við þakka dómurum mótsins, Birni Magnúsi Tómassyni og Þóri Arnari Garðarssyni og Stefáni H. Stefánssyni sjúkraþjálfara fyrir þeirra vinnu.