Select Page

12/12/2020

Jónas Ingi 17. besti í Evrópu

Í gær, föstudaginn 11. desember, keppti Jónas Ingi Þórisson, fyrstur Íslendinga, í fjölþrautarúrslitum á Evrópumóti unglinga. Jónas Ingi stóð sig mjög vel, sýndi mikið öryggi í sínum æfingum og skoraði svipuð stig og í undankeppninni. Hann hafnaði í 17. sæti og var með 72,630 stig. Jónas hafði á orði eftir mótið að tilfinningin að keppa í úrslitum væri ótrúlega góð og að væri þetta það sem koma skal í framtíðinni.

Hér í fréttinni má finna myndband með æfingum Jónasar Inga síðan í gær og viðtal við hann í lokinn.

Keppni í áhaldaúrslitum er svo á morgun en þar keppir Jónas Ingi til úrslita á stökki. Keppnin á stökkinu verður kl. 7:50 – 8:30 á íslenskum tíma. Við óskum Jónasi Inga góðs gengis á morgun og hlökkum til að sjá hann stökkva.

Fleiri fréttir

NM unglinga frestað

NM unglinga frestað

Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum karla og kvenna og Norðurlandamót drengja sem átti að fara fram í fjarkeppni í lok maí (22. – 23. 5. 2021)...

Gleðilega páska

Gleðilega páska

Fimleiksamband Íslands óskar ykkur gleðilegra páska! Skrifstofan verður lokuð frá 1. - 5. apríl. Njótum páskanna og nýtum fjölbreyttar og...