Select Page

Tveir af reyndustu dómurum Íslands í áhaldafimleikum þau Hlín Bjarnadóttir og Björn Magnús Tómasson eru þess heiðurs aðnjótandi að hafa verið valin af alþjóða fimleikasambandinu til að dæma Ólympíuleikana í Tokyo sem fram fara í lok mánaðarins.

Það er gríðalegur heiður að vera valin til dómgæslu á Ólympíuleikunum og aðeins handfylli dómara sem fá það boð á hverjum leikum. Þau Björn og Hlín hafa unnið að því hörðum höndum allt síðan í Rio 2016 að sýna sig og sanna, með dómgæslu á heimsmeistara og heimsbikarmótum við góðan orðstýr. Þetta verða fjórðu leikarnir sem Björn Magnús dæmir en þeir fyrstu hjá Hlín.

Fimleikasambandið óskar Hlín og Birni til hamingju með valið. Við munum fylgjast stolt með okkar fulltrúum á Ólympíuleikunum.