Select Page

Undanfarið hafa staðið yfir úrtökumót fyrir Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum sem fram fer dagana 18. – 24. október næstkomandi í Kitakyushu, Japan. Landsliðsþjálfari karla og landsliðsnefnd í áhaldafimleikum kvenna hafa valið keppendur á mótið.

Farastjóri ferðarinnar verður Helga Svana Ólafsdóttir og sjúkraþjálfari verður Sandra Dögg Árnadóttir.

Landslið í áhaldafimleikum kvenna

Fyrir hönd Íslands í áhaldafimleikum kvenna keppa:

  • Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk
  • Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerplu
  • Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk
  • Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu

Landslið í áhaldafimleikum karla

Fyrir hönd Íslands í áhaldafimleikum karla keppa:

  • Jón Sigurður Gunnarsson, Ármanni
  • Jónas Ingi Þórisson, Gerplu
  • Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu
  • Valgarð Reinhardsson, Gerplu

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum innilega til hamingju með landsliðssætin og óskar þeim góðs gengis í undirbúningi fyrir mótið.