Select Page

15/03/2022

Egyptaland tekur vel á móti Nonna

Nonni og föruneyti eru mætt til Cairo eftir langt ferðalag. Ferðalagið byrjaði í óveðrinu, en lukkulega stóðs flugáætlun og haldið var til Kaupmannahafnar á réttum tíma, eftir stutt stop og selfie með Mads Mikkelsen leikara í Kaupmannahöfn var haldið til Cairo. Nonni og Yuriy eru orðnir vanir öðru eins ferðalagi eftir Apparatus World Cup ævintýrið, æfingar eru teknar hér og þar á flugvöllunum og flugtíminn nýttur í endurhæfingu og rúllun á milli sætaraða.

Fyrsta æfing mótsins fór fram í hádeginu í dag, gekk hún vel og prufukeyrði Nonni áhöldin í æfingasalnum, Podium æfing fer svo fram á morgun og þá næst keppnisdagur á fimmtudaginn. Nonni er vel stemdur og hægt er að fylgjast með ævintýrinu á Instagram síðu sambandsins.

Hlökkum til að leyfa ykkur að fylgjast með loka áfangastað Nonna í Apparatus World Cup mótaröðinni – Áfram Ísland

Fleiri fréttir

Æfingabúðir í Keflavík

Æfingabúðir í Keflavík

Um liðna helgina stóð Fimleikasamband Íslands fyrir æfingabúðum í áhaldafimleikum kvenna. Ferenc Kováts stýrði æfingunum með aðstoð félagsþjálfara...

Valgarð með tvö silfur

Valgarð með tvö silfur

Karlalandslið Íslands hefur lokið keppni á Norður Evrópumótinu í Finnlandi. Eftir frábæran árangur gærdagsins þar sem landsliðið hafnaði í þriðja...