Fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss leitar að framkvæmdastjóra í 50% stöðuhlutfall

Starfið er krefjandi, skemmtilegt og fjölbreytt. Hjá deildinni er öflugt barna-, unglinga- og afreksstarf og þar starfar sterkt teymi þjálfara, iðkenda og sjálfboðaliða.

 

Helstu starfssvið:

- Ábyrgð á daglegum rekstri og fjárhagslegu skipulagi deildarinnar.

- Samskipti við iðkendur, þjálfara og fimleikahreyfinguna

- Starfsmannastjórnun

- Mótun stefnu deildarinnar

- Skipulag viðburða, markaðsmál, kynningar og styrkumsóknir

- Samskipti við sveitarfélagið og önnur félög innan íþróttahreyfingarinnar, styrktaraðila og fjölmiðla

 

Hæfniskröfur:

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg

- Þekking og reynsla af rekstrarstjórnun og fjárhagsáætlanagerð

- Framúrskarandi samskiptahæfileikar

- Skipulagður, lausnamiðaður, frumkvæði og leiðtogahæfileikar

- Þekking á hópfimleikum er kostur

 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst, ákjósanlegt er að geta komið eitthvað til starfa í júní til að setja sig inn í starfið.

 

Umsókn ásamt ferilskrá sendist fyrir 10. maí á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Nánari upplýsingar veitir Þóra Þórarinsdóttir, formaður stjórnar Fimleikadeildar Umf Selfoss í síma 868-4023.

Fimleikadeild Umf. Selfoss óskar eftir að ráða yfirþjálfara. Hjá deildinni er öflugt barna-, unglinga- og afreksstarf og þar starfar sterkt teymi þjálfara, iðkenda og sjálfboðaliða. Yfirþjálfari ber ábyrgð á faglegri umgjörð deildarinnar og starfsmannahaldi í samstarfi við framkvæmdastjóra og stjórn deildarinnar. Gert er ráð fyrir að yfirþjálfari sinni þjálfun með starfi sínu og geti þannig verið um fulla stöðu að ræða.

Leitað er að fimleikaþjálfara með reynslu af hópfimleikum og þjálfaragráðu í fimleikum eða sambærilega menntun, dómararéttindi í hópfimleikum eru stór kostur. Viðkomandi þarf að vera agaður í vinnubrögðum, búa yfir skipulagshæfileikum, vera lausnamiðaður, hafa framúrskarandi samskiptahæfileika, metnað fyrir starfinu og sýna frumkvæði og dugnað. Mjög spennandi tækifæri í boði fyrir réttan aðila. Æskilegt er að viðkomandi geti tekið til starfa 1.ágúst 2016.

Upplýsingar má fá hjá framkvæmdastjóra Olgu Bjarnadóttur eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun, starfs- og þjálfarareynslu skal skila fyrir 2. maí  á sama netfang. 

Stjórn Fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss

Fimleikadeild Umf. Selfoss óskar eftir að ráða dansþjálfara í hópfimleikum.

Dansþjálfari hefur yfirumsjón með dansþjálfun deildarinnar og annast þjálfun hópa. Hjá deildinni starfar öflugt teymi þjálfara, deildin sýnir góðan árangur og mikill metnaður er í starfinu. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á CoP.

Um hlutastarf getur verið að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti tekið til starfa 1.ágúst 2016.

Upplýsingar má fá hjá framkvæmdastjóra Olgu Bjarnadóttur eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun, starfs- og þjálfarareynslu skal skila fyrir 2. maí  á sama netfang.

Stjórn Fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss

 

Fimleikadeild Fylkis er með til sölu fibergólf og loftdýnu.

Fíbergólfið er alveg heilt og selst fyrir 100.000 krónur.

Loftdýnan þarfnast viðgerðar og fer því fyrir lítinn pening - 50.000 krónur.

Áhugasamir hafi samband við Guðrúnu Ósk í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 571-5606

Hér fyrir neðan má sjá þær konur sem valdar hafa verið af landsliðsþjálfurum á æfingu í dag kl. 18:00-21:00 í Ármanni

 

Agnes Suto                             Gerpla

Andrea Ingibjörg Orradóttir     Björk

Dominiqua Belányi             Ármann

Guðrún Georgsdóttir             Stjarnan

Inga Sigurðardóttir             Ármann

Irina Sazonova                     Ármann

Kristjana Ýr Kristinsdóttir     Björk

Nanna Guðmundsdóttir             Grótta

Norma Dögg Róbertsdóttir     Björk

Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir     Björk

Sigrún Margrét Sigurðardóttir     Ármann

Tekla Þórdís Thorarensen     Ármann

Thelma Aðalsteinsdóttir             Gerpla

Tinna Óðinsdóttir                     Björk

Hér fyrir neðan má sjá þær stúlkur sem valdar hafa verið af landsliðsþjálfurum á æfingu í dag kl. 18:00-21:00 í Ármanni

 

Filippia Huld Helgadóttir         Fylkir

Fjóla Rún Þorsteinsdóttir         Fylkir

Hanna María Sigurðardóttir         Keflavík

Vigdís Pálmadóttir                 Björk

Katharina Sibylla jóhannesdóttir Fylkir

Margrét Lea Kristinsdóttir         Björk

Sara Mist Arnar                         Björk

Sonja Margrét Ólafsdóttir         Gerpla

Sunna Kristín Ríkharðsdóttir         Gerpla

Thelma Rún Gudjónsdóttir         Fylkir

Tinna Sif Teitsdóttir                 Gerpla

Í viðhengi má finna skipulag á Íslandsmóti í hópfimleikum.

 

Miðasala á mótið fer fram á tix.is 

Í meðfylgjandi viðhengi má finna skipulag og hópalista á Íslandsmóti í þrepum.

 

Skipað hefur verið í kjörnefnd fyrir Fimleikaþing sem haldið verður þann 13. maí.

Kjörnefnd tekur á móti tillögum um skipun á stjórn FSÍ og annarra trúnaðarstarfa sem  kosið er til á fimleikaþingi og leggur fyrir fimleikaþing. 

Í nefndinni sitja Ingvar Kristinsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , Olga Bjarnadóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Halla Kari Hjaltested This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram til starfa í hreyfingunni hafið samband við þá sem í kjörnefndinni sitja.

 

Bikarmótið í Stökkfimi fer fram Laugardaginn 2. apríl og verður haldið í Keflavík.

Hér má sjá skipulag mótsins.

Síða 10 af 26