Hér í viðhengjum má finna auglýsingar fyrir þjálfaranámskeið 1A og 1C sem fram fara í Reykjavík í september.

Fimleikasamband Íslands býður íþróttafræðingum og íþróttakennurum upp á endurmenntunarnámskeið í fimleikakennslu þann 17. ágúst nk.

 

Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, nánari staðsetning auglýst síðar, og er frá kl. 9:00 - 15:00.

 

Á námskeiðinu verður yfir grunnþættir þjálfunar í fimleikum með áherslu á samhæfingu, styrk og liðleika, kenndar grunnæfingar á dýnu, stökki og í rimlum fyrir byrjendur og styttra komna framhaldshópa sem ætti að nýtast vel til fimleikakennslu í grunnskólum.

 

Námskeiðsgjald er 12.500 kr.

Nánari upplýsingar um skráningu má sjá hér í viðhengi.

Skrifstofa Fimleikasambands Íslands verður lokuð fram til þriðjudagsins 2. ágústs vegna sumarleyfa.

Fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum óskar eftir að ráða fimleikaþjálfara frá og með september n.k. starfshlutfall 50%. Hjá fimleikadeild Hattar eru u.þ.b. 300 iðkendur á aldrinum 2-20 ára.

 

Mikil gróska hefur verið í starfi deildarinnar síðustu árin og leitum við nú að öflugum þjálfara til að taka þátt í frekari uppbyggingu starfsins. Æskilegt er að viðkomandi hafi íþróttafræðimenntun og/eða reynslu að þjálfun í fimleikum og hafi tekið þátt í námskeiðum á vegum FSÍ. 

 

Laun eru greidd eftir kjarasamningi Afls. 

 

Frekari upplýsingar gefa Anna Dís Jónsdóttir, formaður fimleikadeildar Hattar í síma 899-4399 og Auður Vala Gunnarsdóttir, yfirþjálfari fimleikadeildar Hattar í síma 861-1791. Umsóknir sendar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Fimleikadeild Fjölnis stækkar ört og hjá okkur eru í dag rúmlega 700 iðkendur. Við bjóðum upp á fjölbreytta þjálfun fyrir stelpur og stráka frá 3 ára aldri og fara allar æfingar fram í nýrri og glæsilegri fimleikaaðstöðu okkar í Egilshöll.

 

Við leitum eftir þjálfurum í fullt starf og hlutastarf og er þjálfun fjölbreyttra hópa í boði.

- Grunn- og framhaldshópa bæði í áhalda- og hópfimleikum

- Dans og/eða ballet þjálfun

- Styrktar- og tækniþjálfun fyrir börn

- Kríla- og stubbahópar

 

Nánari upplýsingar má finna hér í viðhengi.

Stjarnan leitar að áhaldafimleikaþjálfara fyrir næsta vetur.

Allar upplýsingar er að finna á meðfylgjandi auglýsingu

Fimleikadeild Ármanns óskar eftir að ráða kvennþjálfara í áhaldafimleikum kvenna. Starfið felur í sér þjálfun á lengra komnum framhaldshópum kvk. Frekari upplýsingar veitir yfirþjálfari deildarinnar, Axel Bragason, í síma 6926940 eða með tölvupósti “This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.“.

 

Armann Gymnastics Club in Iceland is looking for a female coach for higher level and developmental gymnasts in Women Artistic Gymnastics (WAG). The coach must have a good knowledge of the FIG Code of points. Preferable holding a national or international judging brevet. For further information please contact Armann Gymnastics Club head coach, Mr. Bragason by e-mail. „This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.“.

Fimleikadeild Selfoss óskar eftir að ráða þjálfara fyrir elstu hópa félagsins í hópfimleikum.

Um er að ræða þjálfun á iðkendum fæddum 2002 og eldri bæði strákum og stelpum. Blandað lið Selfoss-meistaraflokkur er núverandi handhafi deildar- bikar-og Íslandsmeistaratitla í sínum flokki annað árið í röð. Í stúlknaflokki eru fjölmargir iðkendur í úrvalshópum FSÍ.

Um mjög spennandi og krefjandi verkefni að ræða og mikil tækifæri. Samkeppnishæf laun í boði fyrir rétta aðila. Nánari upplýsingar má fá hjá framkvæmdastjóra félagsins á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hjá stjórn deildarinnar á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Við hjá FIMAK erum að leita að efnilegum og áhugasömum þjálfurum til starfa næsta haust.

Vegna mikillar eftirspurnar iðkenda vantar þjálfara í hópfimleika, stökkfimi og áhaldafimleika.

Nú er tækifæri til að koma norður í starfsumhverfi sem er fyrsta flokks og hefur bærinn Akureyri allt upp á að bjóða !

Í haust mun Háskólinn á Akureyri bjóða uppá nýtt kjörsvið til B.Ed prófs í kennarafræðum eða Íþróttakjörsvið !

Endilega kíkið á kynnið ykkur málið betur á heimasíðu skólans.

http://www.unak.is/hugogfelagsvisindasvid/kennaradeild/kennarafraedi

http://www.unak.is/is/frettir/opid-fyrir-umsoknir-a-ithrottakjorsvid-i-kennarafraedi

Nánari upplýsingar eru veittar í tölvupósti hjá formanni  félagsins,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og/eða yfirþjálfara  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hér má sjá skipulagið fyrir Subway Íslandsmótið 2016 sem fram fer í Vallaskóla á Selfossi 20. - 22. maí

Síða 10 af 27