Síðast liðna helgi fór fram kóreógrafíu námskeið í hópfimleikum með Anders Frisk.

Námskeiðið sóttu 35 þjálfarar frá 12 félögum.

Farið var um víðan völl á námskeiðinu og voru þjálfararnir mjög ánægðir með hvernig til tóks. Við þökkum Anders kærlega fyrir að gefa sér tíma í að koma til okkar og halda þetta námskeið. 

Það er nóg um að vera í námskeiðahaldi í janúar. Við byrjum á Kóreógrafíunámskeiði með Anders Frisk 4.-6. janúar, 12.-13. janúar eru á dagskrá sérgreinanámskeið 1B og 2A. Helgina 19.-20. janúar er nýtt sérgreinanámskeið 2C, það námskeið er opið þar sem hægt er að taka einn (eða fleiri) hluta í endurmenntun/upprifjun.

Auglýsingar námskeiðanna fylgja hér með fyrir neðan.

Fimleikafélagið Rán í Vestmannaeyjum leitar eftir þjálfara frá og með 1. janúar - 31. maí 2019. Bæði er um að ræða fullt starf og/eða hlutastarf. Allir möguleikar verða skoðaðir.

Áhugasamir hafi samband við Önnu Huldu í síma 899-7776.

Hér í viðhengi má finna skipulag fyrir Haustmót í Stökkfimi. Mótið fer fram Sunnudaginn 4. nóvember í Ásgarði, Stjörnunni.

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Haustmót 2 í hópfimleikum sem að fram fer í íþróttahúsinu Vesturgötu, Akranesi 17. nóvember.

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Haustmót í TeamGym - 3. - 4. flokkur. Mótið fer fram helgina 10. - 11. nóvember í umsjón Gerplu

Hér í viðhengjum má sjá skipulag fyrir Haustmót í þrepum sem fram fer á Akureyri.

Fimleikadeild Aftureldingar er ört stækkandi félag í Mosfellsbæ með rúmlega 300 iðkendur frá 2 ára og upp úr og hópa fyrir fólk á öllum aldri.

Við leitum að yfirþjálfara í hópfimleikum í fullt starf og hópfimleika þjálfurum, starfsprósenta eftir samkomulagi.

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem:

  • hafa íþróttafræðimenntun eða reynslu af fimleikaþjálfun/fimleikaiðkun. Kostur er ef þjálfari hefur sótt námskeið á vegum FSÍ.
  • hafa áhuga og gaman að því að vinna með börnum og unglingum og vera þeim góð fyrirmynd.
  • Hafa áhuga á því að vinna með okkur að uppbyggingu félagsins.

Við bjóðum upp á stórglæsilega aðstöðu í nýju fimleikahúsi og samkeppnishæf laun.

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn með ferilskrá eða fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar veitir Erla einnig í síma 846-0091.

Helgina 15.-16. september fara fram tvö námskeið á vegum Fimleikasambandsins. Þjálfaranámskeið 1C og nýtt námskeið fyrir aðstoðarleiðbeinendur leikskólahópa. Góð skráning er á bæði námskeiðin og óskum við þjálfurunum góðs gengis um helgina.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrár námskeiðanna.

Það er mikið um að vera í fimleikahreyfingunni þessa dagana. Liðna helgi fór fram fyrsta þjálfaranámskeið haustsins þegar 45 þjálfarar hófu sína menntun á þjálfaranámskeiði 1A. Vegna fjölda á skráninga þurfti að skipta hópnum niður á tvær helgar í verklegri kennslu og klárar seinni hópurinn 22.-23. september. Næskomandi helgi fara fram tvö námskeið á vegum Fimleikasambandsins en það eru þjálfaranámskeið 1C og nýtt námskeið fyrir aðstoðarleiðbeinendur leikskólahópa. 

Landsliðin okkar eru svo á fullu að undirbúa sig fyrir stórmót. Hópfimleikalandsliðin fyrir Evrópumótið í Portúgal og áhaldalandsliðin fyrir heimsmeistaramót í Doha. En bæði þessi mót eru um miðja október. 

Næst komandi fimmtudag fer svo 100 manna hópur á Golden age í Pesaro á Ítalíu, en það er fimleikahátíð fyrir 50 ára og eldri.

Það er sjaldan lognmolla í kringum okkur en þannig viljum við hafa það!

 

Síða 6 af 34