Reynslubolti í þjálfun áhaldafimleika

Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir reynslumiklum þjálfara í hlutastarf til að sinna þjálfun áhaldafimleika efnilegra barna og unglinga sem eru að keppa í efri þrepum Íslenska fimleikastigans. Um er að ræða 10 - 15 tíma á viku en meiri vinna með yngri hópum kemur einnig til greina.  Í boði eru samkeppnishæf laun, ágætis aðstaða og framúrskarandi liðsandi. Ráðing verður frá og með 2. september eða eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt ferilskrám óskast sendar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hópfimleikaþjálfari sem þorir!

Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir öflugum hópfimleikaþjálfara í hlutastarf til að sinna hópfimleikaþjálfun barna og unglinga sem setja markmiðið hátt fyrir komandi ár.  Um er að ræða 10 - 15 tíma á viku. Í Fimleikadeild Fjölnis er nú unnið markvisst að eflingu hópfimleika og leitum við því eftir einstaklingi sem er tilbúinn að taka slaginn með okkur í að koma Fjölni í fremstu raðir innan fárra ára. Í boði eru samkeppnishæf laun, ágætis aðstaða og framúrskarandi liðsandi. Ráðing verður frá og með 2. september eða eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt ferilskrám óskast sendar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Á fundi stjórnar FSÍ þá voru samþykktar nýjar reglur um félagaskipti.  Þær eru að finna hér á heimasíðunni undir lög og reglugerðir ásamt eyðublaði sem fylla þarf út vegna félagaskipta. Megin inntak reglnanna er:

“Fimleikamenn 12 ára og eldri m.v fæðingarár, sem keppt hafa á mótum FSÍ á Íslandi og/eða á mótum UEG og/eða FIG erlendis, skulu tilkynna félagaskipti á Íslandi, til skrifstofu FSÍ skriflega, á þar til gerðu eyðublaði og greiða félagaskiptagjald.  Félagaskipti geta aðeins farið fram tvisvar á ári, frá 1.- 15. janúar og 1. ágúst – 15. september, að báðum dögum meðtöldum.

Til að félagaskiptin teljist  lögleg þarf  formaður aðalstjórnar eða fimleikadeildar þess félags er fimleikamaðurinn hverfur frá, að staðfesta með undirskrift sinni og stimpli félags að fimleikamaðurinn sé skuldlaus félaginu.

Sé tilkynningin ekki útfyllt í samræmi við ofanskráð, tilkynnir FSÍ  félaginu   sem fimleikamaðurinn óskar eftir að ganga úr um félagaskiptin með tölvupósti. Svari félagið ekki innan 30 daga frá dagsetningu tölvupóstsins, teljast félagaskiptin lögleg. 

FSÍ staðfestir  félagaskiptin á tölvupósti og frá hvaða tíma keppandi telst löglegur með nýja félaginu.“

 

Fimleikadeild Fylkis óskar eftir kvennþjálfara fyrir 5 og 4 þrep.

Einnig óskar Fylkir eftir drengjaþjálfara fyrir byrjendur stráka.

Hafa samband við yfirþjálfara Fylkis Istvan Olah (Karak) síma: 659-9335 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum óskar eftir að ráða fimleikaþjálfara frá og með september 2013. Um er að ræða 50% starf. 

Fimleikadeild Hattar er fjölmennasta deildin innan íþróttafélagsins Hattar og æfa um 250 iðkendur hjá deildinni á aldrinum tveggja til tuttugu ára í 14 æfingarhópum.  Æfingar fara fram í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.  

Deildin leggur áherslu á hópfimleika og tekur þátt í hópfimleikamótum á vegum fimleikasambands Íslands.  

Áhugasamir hafi  samband við Auði Völu Gunnarsdóttur  yfirþjálfara fimleikadeildar Hattar, 861-1791 eða  á :  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

Kynningarfundur um Eurogym 2014 verður haldinn laugardaginn 14.september 2013, í ráðstefnusölum ÍSÍ, sal E, kl.11:00.  

EUROGYM er evrópsk fimleikahátið fyrir ungmenni, á aldrinum 12-18 ára. Evrópska fimleikasambandið, UEG, sér um þessa hátíð, ásamt landinu sem heldur hátíðina hverju sinni. Ísland hefur tekið þátt í EUROGYM frá byrjun, eða alls 8 sinnum.

Hátíðin hefst á opnunarhátíð. Svo taka við vinnubúðir á morgnana og sýningar seinni hluta dags. Hápunktur Eurogym er svo Galasýning þar sem bestu atriði hvers lands sýna. Auk þess velur UEG nokkur atriði sem þykja framúrskarandi. Hátíðin endar svo á lokahátíð þar sem allir þátttakendur eru með. Ýmislegt annað er í boði þessa viku, svo sem partý, karókí, skoðunar- og verslunarferðir og margt fleira.

EUROGYM er haldið annað hvert ár og verður næsta hátíð haldin í Helsingborg í Svíþjóð, sumarið 2014.

Öllum fimleikafélögum á Íslandi er velkomið að taka þátt í EUROGYM. Þeir þjálfarar og þau félög sem hafa áhuga er velkomið að hafa samband við FFA eða framkvæmdarstjóra FSÍ. 

Sjá nánari upplýsingar í viðhengjum. Einnig er hægt að fara á heimasíðu hátíðarinnar, www.eurogym2014.se 

Síða 36 af 36