Dagskrá dómaranámskeiðs í hópfimleikum 23. – 25. janúar 2014

Fundarsal E 3.hæð

ÍSÍ – Engjavegi 6 104 RVK

 

Fimmtudagurinn 23. janúar 

18:00 – 22:00      Dans    

Föstudagurinn 24. janúar

18:00 – 22:00     Dýna og Trampólín

Laugardagurinn 25. janúar

9:00 – 12:00      Dans  yfirferð og dæmingar

Hádegishlé

13:00 – 16:00     Dýna og Tramp yfirferð og dæmingar

 

Mælt er með að allir sem að mæta á námskeiðið séu búnir að renna yfir nýja code-ann og séu með hann útprentaðan með sér á námskeiðinu.

 

 

 

 

 

Dómaranámskeiðum Tk og Tkv sem fyrirhuguð voru helgina 3.-5. janúar hefur verið frestað vegna lítillar skráningar. Áætlað er að hafa námskeiðin í september 2014.

Fimleikasamband Íslands óskar öllum gleðilegrar hátiðar og þakkar samstarfið á árinu.

Skrifstofan verður lokuð föstudaginn 27.desember. 

Fimleikadeild Stjörnunnar í Garðabæ leitar að hópfimleikaþjálfara til að verða hluti af frábærum hóp þjálfara hjá Stjörnunni.  Þjálfarinn þarf að hafa góða reynslu af hópfimleikaþjálfun og hafa þjálfaragráðu í fimleikum eða sambærilega menntun.  Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að vinna með ýmsa aldurshópa, vera jákvæður og metnaðarfullur og taka þátt í því góða starfi sem Stjarnan vinnur með sínu fimleikafólki af fullum hug.

Nánari upplýsingar veitir Ágústa J. Jóhannesdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Starf aðalþjálfara hópfimleika

Fimleikadeild Ármanns leitar að rétta aðilanum í starf aðalþjálfara hópfimleika.

Hér býðst sóknarfæri fyrir öflugan þjálfara til þess að byggja upp og hlúa að hópfimleikum innan fimleikadeildar Ármanns, þar sem áhaldafimleikar hafa lengi ráðið ferðinni.

Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á íþróttinni og mikinn vilja til uppbyggingarstarfs í samvinnu við aðra hluta fimleikadeildar. Mannleg samskipti eru stór hluti starfsins, ásamt því að leiðbeina þjálfurum og stýra hópfimleikahluta deildarinnar.

Nánari upplýsingar veitir Axel í síma 692-6940 eða í tölvupóstfangi axel[at]armenningar.is. Fullum trúnaði heitið.

 

Golden Age er evrópsk fimleikahátíð fyrir 50 ára og eldri. Evrópska fimleikasambandið, UEG, sér um þessa hátíð, ásamt landinu sem heldur hátíðina hverju sinni. Ísland hefur tekið þátt í Golden Age frá upphafi. Við stefnum ávallt á að fara með stóra hópa á þessa hátíð.

Hátíðin hefst á opnunarhátíð en svo taka við vinnubúðir, ýmis fræðsla á morgnana og sýningar seinni hluta dags. Hápunktur Golden AGe er svo Galasýning þar sem bestu atriði hves lands sýna. UEG getur valið fleiri atriði á Galasýninguna ef þeim þykir þau vera framúrskarandi eða frumleg. Hátíðin endar svo á lokahátíð þar sem allir þátttakendur eru með. Ýmislegt annað er í boði þessa viku, svo sem fræðsla, danspartý, karókí, skoðunar- og verslunarferðir og mart fleira.

Golden Age er haldið annað hvert ár, að hausti til og verður næasta hátíð haldin í Toulouse í Frakklandi, 28.september til 3.október.  Hér má sjá nánar um hátíðina í Frakklandi á heimasíðu þeirra; www.goldenage2014.eu 

Öllum þeim sem stunda fimleika, leikfimi eða dans á Íslandi er velkomið að taka þátt í Golden Age. Allar upplýsingar um hátíðina má fá hjá Fimleikasambandi Íslands í síma 514-4060 eða með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar í viðhengi. 

 

Meðfylgjandi er hópaskipting og keppnisröð fyrir Íslandsmótið í Stökkfimi sem haldið verður 23-24.nóvember næstkomandi í íþróttahúsinu Dalhúsum, í umsjón fimleikadeildar Fjölnis.  Eins og fram hér að neðan, þá höfum við skipt nokkrum stúlkuflokkum upp vegna fjölda keppenda en að sama skapi sameinað flokka hjá drengjum.  

Við viljum vekja athygli á því að í Móta- og keppnsireglum FSÍ, kemur fram að „Stökkfimi veita eignabikar fyrir 1.sæti samanlagðan árangur í öllum aldursflokkum, í A-flokki.“ , þar sem Móta- og keppnisreglur ná lengra en keppnisstigi í Stökkfimi, það á eftir að uppfærakeppnisstigann í samræmi við þetta.  Af þeim sökum er einungis veittur eignabikar í A-flokkum í Stökkfimi, en verðlaun í öllum flokkum, eins og reglur segja til um.  

Við vekjum athygli á að búið er að skipta upp 4 stúlkuhópum vegna mikils fjölda þátttakenda, en um leið þá er búið að sameina drengjahópana vegna keppendafjölda.

Hér er ný skipting á hópum. 
kvk         9-10 ára A
kvk         9 ára B
kvk         10 ára B
kvk         11-12 ára A
kvk         11 ára B
kvk         12 ára B
kvk         13 ára A
kvk         14 ára A
kvk         13 ára B
kvk         14 ára B
kvk         15-16 ára A
kvk         15-16 ára B
kvk         17+ ára A
kk           11-12 ára A
kk           9-12 ára B
kk           13-16 ára A
kk           13-16 ára B

 

Í viðhengi er að finna skipulag fyrir haustmótið í frjálsum / 1.2.þrepi sem haldið verður á Akureyri 9.nóvember í umsjón Fimleikafélags Akureyrar. 

ATHUGIÐ, skjalið var uppfært 5.nóv kl.12:00.

Hluti 1
1.þrep kvk, 2.þrep kvk
2.þrep kk, frjálsar kk
Mæting kl.08:00, keppni hefst kl.09:40, mótslok kl.12:30.

Hluti 2
Frjálsar kvk
1.þrep kk
Mæting kl.12:30, keppni hefst kl.14:20, mótslok kl.16:30.

 

Haustmót í hópfimleikum verður haldið laugardaginn 16.nóvember næstkomandi í Versölum, Kópavogi, í umsjón Gerplu.

Mótshluti 1
-4.flokkur, almenn upphitun k.09:00, keppni hefst kl.10:30, mótslok kl.12:00

Mótshluti 2
-3.flokkur, almenn upphitun k.12:10, keppni hefst kl.14:00, mótslok kl.16:00

Mótshluti 3
-2.flokkur og drengir eldri, drengir yngri, 
almenn upphitun kl.16:10, keppni hefst kl.18:10, mótslok kl.20:10

Haustmótið er hluti af GK-mótaröðinni

Í meðfylgjandi skjali er hægt að sjá skipulagið fyrir mótið. 

Laugardaginn 12. október fer fram opin æfing fyrir keppendur fædda 1997-2001.

Æfingin fer fram í Stjörnunni og hefst kl.14:00 og stendur til kl.18:00

Skipulag æfingar:
Upphitun
Skipt í hópa 
Æft á stöðvum
Teyjur og spjall í lokin

Gott er að iðkendur mæti 10 mínútum fyrir æfingu og verði tilbúnir á gólfinu kl.14:00

Mikilvægt er að félagsþjálfarar mæti með iðkendum á æfinguna og séu tilbúnir í að fá hlutverk á æfingunni.

Góða skemmtun. 

 

Síða 30 af 33