Kynningarfundur um Eurogym 2014 verður haldinn laugardaginn 14.september 2013, í ráðstefnusölum ÍSÍ, sal E, kl.11:00.  

EUROGYM er evrópsk fimleikahátið fyrir ungmenni, á aldrinum 12-18 ára. Evrópska fimleikasambandið, UEG, sér um þessa hátíð, ásamt landinu sem heldur hátíðina hverju sinni. Ísland hefur tekið þátt í EUROGYM frá byrjun, eða alls 8 sinnum.

Hátíðin hefst á opnunarhátíð. Svo taka við vinnubúðir á morgnana og sýningar seinni hluta dags. Hápunktur Eurogym er svo Galasýning þar sem bestu atriði hvers lands sýna. Auk þess velur UEG nokkur atriði sem þykja framúrskarandi. Hátíðin endar svo á lokahátíð þar sem allir þátttakendur eru með. Ýmislegt annað er í boði þessa viku, svo sem partý, karókí, skoðunar- og verslunarferðir og margt fleira.

EUROGYM er haldið annað hvert ár og verður næsta hátíð haldin í Helsingborg í Svíþjóð, sumarið 2014.

Öllum fimleikafélögum á Íslandi er velkomið að taka þátt í EUROGYM. Þeir þjálfarar og þau félög sem hafa áhuga er velkomið að hafa samband við FFA eða framkvæmdarstjóra FSÍ. 

Sjá nánari upplýsingar í viðhengjum. Einnig er hægt að fara á heimasíðu hátíðarinnar, www.eurogym2014.se 

Síða 28 af 28