Dómaranámskeið í áhaldafimleikum KK

 

 Dagana 27.-29.janúar 2017 verður haldið Dómaranámskeið KK, nýjar reglur FIG, COP 2017-2020. Námskeiðið er ætlað þeim sér ætla að endurnýja réttindin sín og fyrir þá sem vilja ná sér í dómararéttindi.

Þeir dómarar sem endurnýja ekki réttindi sín á þessu námskeiði eru ekki gjaldgengir dómarar á vorönn 2017. (Á ekki við nýútskrifaða E-dómara).

 

 Dagskrá:

            Föstudagur     17:00-20:00

            Laugardagur   09:00-18:00

            Sunnudagur    09:00-17:00   

 

Kennari á námskeiðinu er Anton Heiðar Þórólfsson

 

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ fyrir 13.janúar og lokast skráning 23:59 þann dag.

Námskeiðið er haldið í ÍSÍ, Engjavegi 6, Reykjavík.

 

Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 15.manns.

 Námskeiðisgjald er 18.000 kr.

 

Fyrir hönd fræðslunefndar,

Helga Svana Ólafsdóttir

Fræðslufulltrúi

 

 

Vegna mikillar aðsóknar óskar fimleikadeild Stjörnunnar í Garðabæ eftir fimleikaþjálfurum til starfa. Bæði er leitað eftir áhalda- og hópfimleikaþjálfurum stúlkna og drengja. Um er að ræða aðalþjálfara- og aðstoðarþjálfarastöður. Starfshlutfall er sveigjanlegt. 

Við leitum að jákvæðum, metnaðarfullum og samskiptaliprum einstaklingum.

Í boði eru góð laun, fyrirmyndar aðstaða, frábærir samstarfsfélagar og tækifæri til að vaxa í starfi.

Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá og meðmælum á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 16. desember.

Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. 

Fimleikadeild Fylkis óskar eftir þjálfurum í hluta starf fyrir áhaldahópa stúlkna byrjendur.

Einnig óskum við eftir hópfimleikaþjálfara fyrir stúlkur helst sem getur kennt og samið dans fyrir hópfimleika ef ekki samið þá kennt dans

Upplýsingar gefur Guðrún Ósk Jakobsdóttir formaður   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

István Olhá  (Karak)  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

 

Dómaranámskeið í áhaldafimleikum KVK

-endurnýjun réttinda-

 

 

Dagana 19.-22. janúar 2017 verður haldið Dómaranámskeið KVK, nýjar reglur FIG, COP 2017-2020. Námskeiðið er  ætlað þeim dómurum sem eru með E og D dómararéttindi og ætla sér að endurnýja réttindin sín. 

Núverandi dómararéttindi gilda til lok vorannar. Séu réttindin ekki endurnýjuð í janúar þarf að sitja námskeið fyrir nýja dómara haustið 2017.

 

Prófið er áætlað fimmtudaginn 26.janúar 2017.

Nánari dagskrá námskeiðsins verður send út að skráningu lokinni.

 

Kennarar á námskeiðinu eru Berglind Pétursdóttir og Hlín Bjarnadóttir.

 

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ fyrir 5.janúar og lokast skráningin kl.23:59 þann dag. Námskeiðið er haldið í Reykjavík.

 

Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 15 manns.

 

Námskeiðisgjald er 20.000 kr.

 

 

Fyrir hönd fræðslunefndar FSÍ,

Helga Svana Ólafsdóttir,

Fræðslufulltrúi 

 

 

 

Þjálfaranámskeið FSÍ 

Sérgreinahluti 1B

 

 

Helgina 14.-15. janúar 2017 verður haldið þjálfaranámskeið FSÍ sérgreinahluti 1B á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið er 20 kennslustundir og ætlað þeim þjálfurum sem hafa lokið sérgreinahluta 1A í fimleikum.

 

Í bóklegum hlutum er kennd þjálffræði, líkamsbeiting og móttaka, fimleikasýningar og samskipti þjálfara. 

 

Í verklegum hlutum fara allir þátttakendur í vinnubúðir í líkamsbeitingu og móttöku á ýmsum áhöldum. Þátttakendur hafa svo val á tveimur verklegum hlutum:

 

a) grunnþættir í kóreógrafíu fimleika, tónlist, hreyfing og grunnæfingar

b) grunnæfingar í áhaldafimleikum karla, bogahestur, hringir og tvíslá 

 

 

Kennarar á námskeiðinu eru Axel Ólafur Þórhannesson, Berglind Pétursdóttir, Fanney Magnúsdóttir, Helga Svana Ólafsdóttir, Sandra Dögg Árnadóttir og Sæunn Viggósdóttir. 

 

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ fyrir 30.desember. Tekið skal fram í lýsingu um val A eða B í verklegum hluta.

 

Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 15 manns.

 

Námskeiðisgjald er 15.000 kr.

 

 

 

Fyrir hönd fræðslunefndar FSÍ,

Helga Svana Ólafsdóttir,

fræðslufulltrúi

 

 

 

 

 

17. nóvember 2016

 

Móttökunámskeið 2 í hópfimleikum

 

 

Móttökunámskeið 2 í hópfimleikum fer fram föstudaginn 6.janúar kl.16-22 í Íþróttahúsinu Ásgarði, Stjörnunni.

Námskeiðið er framhald af móttökunámskeiði 1. Farið er yfir móttökutækni í flóknari æfingum sem kenndar eru á dýnu og trampólíni í hópfimleikum. Á dýnu verður farið í araba – flikk – straight með skrúfum og tvöfalt heljarstökk.  Á trampólíni, tvöföld heljarstökk með snúningum,  yfirslag framheljar og TSU á hesti.  Ætlast er til að þjálfarar sem sækja þetta námskeið séu búnir að taka móttökunámskeið 1 og öll sérgreinanámskeið FSÍ á fyrsta stigi (1A,1B og 1C).

 

Kennarar á námskeiðinu er Henrik Pilgaard og Niclaes Jerkeholt.

Þátttakendur þurfa ekki að taka með sér nemendur á námskeiðið frekar en þeir vilja, Stjarnan ætlar í þetta skipti að vera með nóg af iðkendum til aðstoðar.

 

Námskeiði lýkur með verklegu prófi á báðum áhöldum sem fara fram á tímabilinu 

18.-25.apríl 2017. Nánari upplýsingar berast síðar.

 

Staðsetning námskeiðsins: Íþróttahúsið Ásgarður, Stjanan

Námskeiðsgjald er 10.000  kr 

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ fyrir 20.desember. 

 

 

Fyrir hönd fræðslunefndar,

Helga Svana Ólafsdóttir,

 fræðslufulltrúi

 

 

17.nóvember 2016

 

 

 

 

Þjálfaranámskeið FSÍ

Sérgreinahluti 2A

 

Helgina 7.-8. janúar 2017 verður haldið þjálfaranámskeið FSÍ sérgreinahluti 2A á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið er 20 kennslustundir og ætlað þeim fimleikaþjálfurum sem hafa lokið bæði almennum hluta ÍSÍ og öllum sérgreinahlutum FSÍ á stigi 1.

Í bóklegum hlutum er kennd aflfræði í fimleikum, þrekþjálfun og teygjur. 

Í verklegum hlutum eru kenndar æfingar framhaldshópa í teygjum, gólfæfingar t.d. tengingar, heljarstökk og snúningar. 

Þátttakendur hafa val um að taka: 

a) áhaldafimleikar, stökk (saman kk og kvk) og æfingar á rám (tvíslá kvk og svifrá kk)

b) hópfimleikar, æfingar á litlu trampólíni með og án stökkhests.

 

Kennarar á námskeiðinu eru Hlín Bjarnadóttir, Guðmundur Brynjólfsson, Sandra Dögg Árnadóttir og Henrik Pilgaard

 

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ fyrir 20.desember. Tekið skal fram í lýsingu um val A eða B í verklegum hluta.

 

Lágmarks þátttaka á námskeiðið er 15 manns.

 

Námskeiðsgjald er 17.000 kr 

 

Fyrir hönd fræðslunefndar FSÍ,

Helga Svana Ólafsdóttir,

fræðslufulltrúi

 

Máttur sjúkraþjálfun á Selfossi stendur fyrir námskeiði um meiðsli og forvarnir fimleikafólks ætlað fimleikaþjálfurum.  Kennari á námskeiðinu er Dr. David Tilley, sjúkraþjálfari og fimleikaþjálfari. Nánari upplýsingar um hann er að finna á www.shiftmovementscience.com . Námskeiðið verður haldið 28.janúar 2017 í Íþróttahúsi Sunnulækjarskóla á Selfossi kl. 9-17.  Verð fyrir námskeiðið er 10.000 kr. berist skráning fyrir 1.desember en 14.000 kr. berist skráning síðar. Hádegismatur og kaffi er innifalið í verði.

Skráning og upplýsingar um greiðslu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

ATH. Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið!

 

Dómaranámskeið KK nýjir E-dómarar 19. - 20. nóvember 2016

 

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í dómgæslu. Farið er yfir frádráttar punkta á hverju áhaldi fyrir sig. Þátttakendur þurfa að vera fæddir 2001 eða fyrr.

Námskeiðið verður haldið í húsakynnum ÍSÍ Engjavegi 6, sal C.

 

Dagskrá

Laugardagur 19.nóvember

9:00 – 12:00 Fyrirlestur

Hádegishlé

13:00 – 16:00 Fyrirlestur

Sunnudagur 20.nóvember

10:00 – 12:30 Fyrirlestur og próf

Kennari á námskeiðinu er Anton Heiðar Þórólfsson.

 

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ

Námskeiðisgjald er 10.000 krónur.

Skráningarfrestur á námskeiðið er 11. nóvember 

 

Fyrir hönd FSÍ,

Helga Svana Ólafsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

Síða 14 af 33