Föstudagur, 20 Desember 2013 11:19

Þjálfari í hópfimleikum óskast í Stjörnuna

Fimleikadeild Stjörnunnar í Garðabæ leitar að hópfimleikaþjálfara til að verða hluti af frábærum hóp þjálfara hjá Stjörnunni.  Þjálfarinn þarf að hafa góða reynslu af hópfimleikaþjálfun og hafa þjálfaragráðu í fimleikum eða sambærilega menntun.  Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að vinna með ýmsa aldurshópa, vera jákvæður og metnaðarfullur og taka þátt í því góða starfi sem Stjarnan vinnur með sínu fimleikafólki af fullum hug.

Nánari upplýsingar veitir Ágústa J. Jóhannesdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Last modified on Föstudagur, 20 Desember 2013 11:23