Miðvikudagur, 27 Nóvember 2013 14:35

Hópfimleikaþjálfari óskast

Starf aðalþjálfara hópfimleika

Fimleikadeild Ármanns leitar að rétta aðilanum í starf aðalþjálfara hópfimleika.

Hér býðst sóknarfæri fyrir öflugan þjálfara til þess að byggja upp og hlúa að hópfimleikum innan fimleikadeildar Ármanns, þar sem áhaldafimleikar hafa lengi ráðið ferðinni.

Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á íþróttinni og mikinn vilja til uppbyggingarstarfs í samvinnu við aðra hluta fimleikadeildar. Mannleg samskipti eru stór hluti starfsins, ásamt því að leiðbeina þjálfurum og stýra hópfimleikahluta deildarinnar.

Nánari upplýsingar veitir Axel í síma 692-6940 eða í tölvupóstfangi axel[at]armenningar.is. Fullum trúnaði heitið.

 

Last modified on Miðvikudagur, 27 Nóvember 2013 14:38