Fimmtudagur, 21 Nóvember 2013 15:53

Golden Age fimleikahátíð

Golden Age er evrópsk fimleikahátíð fyrir 50 ára og eldri. Evrópska fimleikasambandið, UEG, sér um þessa hátíð, ásamt landinu sem heldur hátíðina hverju sinni. Ísland hefur tekið þátt í Golden Age frá upphafi. Við stefnum ávallt á að fara með stóra hópa á þessa hátíð.

Hátíðin hefst á opnunarhátíð en svo taka við vinnubúðir, ýmis fræðsla á morgnana og sýningar seinni hluta dags. Hápunktur Golden AGe er svo Galasýning þar sem bestu atriði hves lands sýna. UEG getur valið fleiri atriði á Galasýninguna ef þeim þykir þau vera framúrskarandi eða frumleg. Hátíðin endar svo á lokahátíð þar sem allir þátttakendur eru með. Ýmislegt annað er í boði þessa viku, svo sem fræðsla, danspartý, karókí, skoðunar- og verslunarferðir og mart fleira.

Golden Age er haldið annað hvert ár, að hausti til og verður næasta hátíð haldin í Toulouse í Frakklandi, 28.september til 3.október.  Hér má sjá nánar um hátíðina í Frakklandi á heimasíðu þeirra; www.goldenage2014.eu 

Öllum þeim sem stunda fimleika, leikfimi eða dans á Íslandi er velkomið að taka þátt í Golden Age. Allar upplýsingar um hátíðina má fá hjá Fimleikasambandi Íslands í síma 514-4060 eða með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar í viðhengi. 

 

Last modified on Föstudagur, 22 Nóvember 2013 08:35