Föstudagur, 15 Mars 2019 14:00

Þjálfaranámskeið með Barry Collie

Landsliðsþjálfari Breta í áhaldafimleikum karla er væntanlegur til landsins dagana 24.-28. apríl. Barry Collie er á meðal reynslumestu þjálfara í heiminum í dag og hefur unnið til fjölda verðlauna á stórmótum með bæði unglinga og karlalið Bretlands. Dagskrá námskeiðsins er enn í vinnslu en þetta er einstakt tækifæri til að læra af einum færasta þjálfara heims í dag.

Opið er fyrir skráningu í þjónustugátt FSÍ og lokast skráning mánudaginn 15. apríl kl. 23:59.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu námskeiðsins.

Last modified on Föstudagur, 15 Mars 2019 14:05