Mánudagur, 10 September 2018 13:46

Vetrarstarf farið á fullt

Það er mikið um að vera í fimleikahreyfingunni þessa dagana. Liðna helgi fór fram fyrsta þjálfaranámskeið haustsins þegar 45 þjálfarar hófu sína menntun á þjálfaranámskeiði 1A. Vegna fjölda á skráninga þurfti að skipta hópnum niður á tvær helgar í verklegri kennslu og klárar seinni hópurinn 22.-23. september. Næskomandi helgi fara fram tvö námskeið á vegum Fimleikasambandsins en það eru þjálfaranámskeið 1C og nýtt námskeið fyrir aðstoðarleiðbeinendur leikskólahópa. 

Landsliðin okkar eru svo á fullu að undirbúa sig fyrir stórmót. Hópfimleikalandsliðin fyrir Evrópumótið í Portúgal og áhaldalandsliðin fyrir heimsmeistaramót í Doha. En bæði þessi mót eru um miðja október. 

Næst komandi fimmtudag fer svo 100 manna hópur á Golden age í Pesaro á Ítalíu, en það er fimleikahátíð fyrir 50 ára og eldri.

Það er sjaldan lognmolla í kringum okkur en þannig viljum við hafa það!

 

Last modified on Mánudagur, 10 September 2018 16:12