Mánudagur, 04 Júní 2018 09:59

Afturelding leitar af þjálfurum í hópfimleikum

Fimleikadeild Aftureldingar leitar að yfirþjálfara hópfimleika og hópfimleika þjálfurum

 

Fimleikadeild Aftureldingar er ört stækkandi félag í Mosfellsbæ með um 300 iðkendur frá 2 ára og upp úr og hópa fyrir fólk á öllum aldri.

 

*Við leitum að yfirþjálfara í hópfimleikum í fullt starf í vetur.

*Við leitum einnig að hópfimleika þjálfurum.

 

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem:

 

*hafa íþróttafræðimenntun eða reynslu af fimleikaþjálfun/fimleikaiðkun. Kostur er ef *þjálfari hefur sótt námskeið á vegum FSÍ.

*hafa áhuga og gaman að því að vinna með börnum og unglingum og vera þeim góð fyrirmynd.

*hafa áhuga á því að vinna með okkur að uppbyggingu félagsins.

 

Við bjóðum upp á stórglæsilega aðstöðu í nýju fimleikahúsi og samkeppnishæf laun.

 

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn með ferilskrá eða fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar veitir Berglind einnig í síma 896-4279.

Last modified on Mánudagur, 04 Júní 2018 10:02