Hér fyrir neðan má sjá auglýsingar fyrir námskeiðin sem verða í haust ásamt Fræðsludagskrá og auglýsingu fyrir Fræðsludag Fimleikasambandsins. 

Sumarfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 22. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.

Þátttökugjald á 1. stig er kr. 30.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði.
Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. 
Gjaldið á 3. stig er kr. 40.000.-

Athugið að þeir nemendur/þjálfarar sem koma frá Fyrirmyndarfélögum/-deildum ÍSÍ fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi.

Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir mánudaginn 22. júní. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. 

Slóð á skráningu á öll stig í sumarfjarnám Þjálfaramenntunar ÍSÍ 2020.

Allar nánari upplýsingar um Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 og 863-1399 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fimleikadeild Keflavíkur óskar eftir að ráða áhaldafimleikaþjálfara frá og með ágúst 2020. Leitað er af reynslumiklum þjálfara í fullt starf eða hlutastarf til að þjálfa öll þrep, upp í frjálsar.

Gerð er krafa um að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu af þjálfun fimleika og reynslu af því að starfa með börnum. 

Mikilvægt er að viðkomandi sé jákvæður, metnaðarfullur og hafi góða samskiptahæfileika. Tali viðkomandi ekki íslensku er gerð krafa um íslenskunám á vegum félagsins með vinnu.

Í fimleikadeildinni eru um 400 iðkendur á aldrinum 2-18 ára. Mikil uppbygging hefur verið í starfi deildarinnar og leitum við nú að öflugum þjálfara til að taka þátt í krefjandi og skemmtilegum verkefnum framundan. 

Umsóknir skal senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 17.júní næstkomandi. Í umsókninni skal greint frá menntun og starfsreynslu ásamt reynslu af þjálfun. Nánari upplýsingar veitir Linda Hlín Heiðarsdóttir, stjórnarmaður deildarinnar, á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

English:

Keflavik Gymnastics Club in Iceland is looking for an experienced artistic gymnastics coach for its Gymnastics department, from August 2020.

Applicants must have a very good knowledge and experience of training gymnastics as well as being proficient in working with children.

It is important that the person is positive, ambitious and has good communication skills. If the person in question does not speak Icelandic, a requirement is made for a course in icelandic studies on behalf of Keflavik Gymnastics Club - parallel to the applicants duties as a coach.

The club consists of 400 practitioners, aged 2-18 years old. Extensive work has been achieved over the last years and now we are looking for a powerful coach to take part in the challenging projects ahead. Keflavik Gymnastics Club is looking for a part time - to full time coach for all levels.

Applications should be sent to This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. before June 17th 2020 and should include information on education, work experience, coaching experience as well as references from prior employers. Further information will be provided by Linda Hlín Heiðarsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fimleikadeild Keflavíkur óskar eftir að ráða Hópfimleikaþjálfara frá og með ágúst 2020.

Í fimleikadeildinni eru um 400 iðkendur á aldrinum 2-18 ára. Mikil uppbygging hefur verið í starfi deildarinnar og leitum við nú að öflugum þjálfara til að taka þátt í krefjandi og skemmtilegum verkefnum sem framundan eru. Starfshlutfall er samningsatriði en getur verið allt að 100%. Gerð er krafa um að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu af þjálfun fimleika og reynslu af því að starfa með börnum. Deildin auglýsir eftir reynslumiklum þjálfara. Mikilvægt er að viðkomandi sé jákvæður, metnaðarfullur og hafi góða samskiptahæfileika. Tali viðkomandi ekki íslensku er gerð krafa um íslenskunám á vegum félagsins með vinnu.

Umsóknir skal senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 1.júlí næstkomandi. Í umsókninni skal greint frá menntun, starfsreynslu ásamt reynslu af þjálfun. Nánari upplýsingar veitir Linda Hlín Heiðarsdóttir formaður fimleikadeildar Keflavíkur á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

____________________________________________________________________________________

Keflavik Gymnastics Club in Iceland is looking for an teamgym coach in its Gymnastics department from the August 2020. In the Club there are about 400 practitioners aged 2-18 years. Extensive work has been done in the Club over the last years and we are now looking for a powerful coach to take part in challenging projects ahead. Employment rate is negotiable but can be up to 100%. Applicants must have a good knowledge and experience of training gymnastics and the experience of working with children.
The department seeks to hire an experienced coach. It is important that the person is positive, ambitious and has good communication skills. If the person in question does not speak Icelandic, a requirement is made for Icelandic studies on behalf of the company with work.
Applications should be sent to This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. before July 1st 2020 and include information on education, working experience and coaching experience, as well as references.
Further information will be provided by Linda Hlín Heiðarsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Í viðhengi má sjá skipulag Íslandsmót í áhaldafimleikum sem fram fer í Fjölni, Egilshöll, helgina 21. - 22. mars.

Í viðhengi má sjá skipulag fyrir Bikarmót í Stökkfimi sem fram fer laugardaginn 21. mars í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi.

Í viðhengi má sjá skipulag Þrepamóts 3 og Íslandsleika Special Olympics. Mótið fer fram í Björkunum helgina 14. - 15. mars.

Meðfylgjandi eru nýjar stökkfimireglur.

 

Við bendum á að frestur til að skrá á Bikarmótið í stökkfimi var þ.a.l. framlengdur, en hann rennur út föstudaginn 28. febrúar kl. 23:59.

 

Hverju var breytt?

 • Stærsta breytingin eru keppnisflokkar. En núna eru keppnisflokkarnir líkt og í hópfimleikum:
  • 5. fl. kvk og mix
  • 4. fl. kvk og mix
  • 3. fl. kvk og mix
  • 2. fl. kvk og mix
  • 1. fl. og mfl. kvk og mix og KK keppir saman
  • KKy
  • KKe

 

 • Special Olympics
  • Bætt var við nýjum flokki “Special Olympics” fyrir þá keppendur sem eiga við námserfiðleika, þroskahamlanir eða aðrar fatlanir að stríða.
  • Einstaklingskeppni ekki liðakeppni.
  • Keppt verður í fyrsta skipti í þessum flokki á Íslandsmótinu í Stökkfimi sem fram fer á Akureyri fyrstu helgina í maí.
  • Þeir sem hafa áhuga á að hefja Special Olympics fimleika (stökkfimi, áhaldafimleika, nútímafimleika) í sínu fimleikafélagi en vantar ráð eða leiðbeiningar geta haft beint samband við undirritaða à This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 • Aðrar breytingar
  • Veitt verðlaun á einstökum áhöldum, þó að hámarki 1.-3. sæti
  • Boðið að keppa í A- deild og B- deild. En A - deildin ætti að henta flestum og býst ég því ekki við mikilli þátttöku í B deild.

 

** Þetta eru breytingar sem félögin óskuðu eftir.

 

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi stökkfimina allmennt þá getið þið haft samband við hann Ragnar Magnús à This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Í viðhengi er uppfært skipulag fyrir Bikarmót unglinga, sem fer fram 14. - 15. mars næstkomandi. Þar bættust við lið í 4. flokki og 3. flokki, auk þess sem nöfnin á 3. flokks hlutunum voru lagfærð og heita nú réttum nöfnum. Þá breyttist nafnið á liði Aftureldingar í kke+kky hlutanum, þar sem þeir voru skráðir í rangan flokk.

Síða 1 af 36