Námskeiðahald haustsins hefur farið vel af stað og flest námskeiðin vel sótt.  

Við byrjuðum á þjálfaranámskeiði 1A og 1C 28.-29. september. 1A var gríðarlega vel sótt og er eitt af stærstu námskeiðum sem hafa verið haldin. Hópurinn taldi 90 manns og var skipt á tvær helgar í verklegum tímum. 1C var einnig alveg fullt og segir þetta okkur að það er metnaður hjá félögunum að vera með vel menntaða þjálfara innan sinna raða. 

Síðast liðna helgi fór fram móttökunámskeið 1 í hópfimleikum og þjálfaranámskeið 2B var haldið í annað skipti, en það námskeið skiptist á tvær helgar og er seinni hlutinn í janúar 2020. 

Framundan í námskeiðahaldi á þessari önn er þjálfaranámskeið 1C á Egilsstöðum, dómaranámskeið í áhaldafimleikum kvenna, móttökunámskeið 1 í áhaldafimleikum, móttökunámskeið 2 í hópfimleikum og strákanámskeið með Barry Collie. 

Fimleikasambandið vill þakka þeim félögum sem lánuðu húsnæði til námskeiðahalds, Gerpla, Fylkir, Grótta, Keflavík og Björk. Takk fyrir okkur. Fjölmargir kennarar koma einnig að þessum námskeiðum og fá þeir bestur þakkir fyrir sína vinnu, Dominiqua Alma Belanyi, Þorgeir Ívarsson, Stefanía Eyþórsdóttir, Þorbjörg Gísladóttir, Daði Snær Pálsson, Guðmundur Þór Brynjólfsson, Henrik Pilgaard, Bjarni Gíslason, Sólveig Jónsdóttir, Hafrún Kristjánsdóttir og Kristinn Þór Guðlaugsson.

 

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingar fyrir námskeiðin í október. 

Hér fyrir neðan má sjá uppfærðar auglýsingar fyrir dómaranámskeið í áhaldafimleikum kvenna og hópfimleikum. Opið er fyrir skráningu í þjónustugátt FSÍ.

Fimleikadeild Keflavíkur óskar eftir að ráða fimleikaþjálfara frá og með ágúst 2019. Nánari upplýsingar má sjá í auglýsingunni hér fyrir neðan.

Föstudaginn 16. ágúst stendur Fimleikasambandið fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir íþróttakennara. Á þessu þriggja tíma námskeiði verður farið í helstu grunnþætti þjálfunar í fimleikum. Nánari upplýsingar eru í auglýsingunni hér fyrir neðan. 

Hér í viðhengi má sjá dagsetningar allra fimleikamóta fyrir tímabilið 2019 - 2020. Staðsetning móta mun birtast síðar.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingar fyrir öll námskeiðin í september. Opið er fyrir skráningu í þjónustugátt FSÍ.

ÍA auglýsir eftir hópfimleikaþjálfara í 50-100% stöðu. Sjá má nánari upplýsingar í auglýsingunni hér fyrir neðan.

Síða 1 af 33