Íslandsmótið í þrepum fór fram í Ármanni síðastliðna helgi. Mótið var allt það glæsilegasta og gekk keppni framar vonum. Á mótinu var keppt í aldursflokkum í þrepum auk þess sem að íslandsmeistari var krýndur í hverju þrepi fyrir sig. En var það stigahæðsti einstaklingurinn í þrepinu yfir heildina. Íslandsmeistarar þrepa…
Þriðjudagur, 17 Apríl 2018 14:18

Tveir íslenskir dómarar á Ólympíuleika ungmenna

Alþjóða fimleikasambandið (FIG) hefur birt tilnefningar á alþjóðlegum dómurum fyrir Ólympíuleika ungmenna sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu næsta haust. Sandra Matthíasdóttir og Daði Snær Pálsson voru tilnefnd í dómarahóp mótsins en mótið er eitt það allra sterkasta sem í boði er fyrir ungt fimleikafólk og það þykir…
Mánudagur, 16 Apríl 2018 16:39

Glæsilegt Norðurlandamót að baki

Norðurlandamót unglinga í hópfimleikum fór fram í Joensuu í Finnlandi á laugardaginn var. Ísland sendi 3 lið til keppni, stúlknalið Gerplu, stúlkna og drengjalið frá Stjörnunni og ekkert lið í flokki blandaðra liða en Ísland á rétt á tveimur sætum í hverjum flokki. Æfingar á föstudag gengu að mestu vel…
Miðvikudagur, 11 Apríl 2018 12:26

Beinar útsendingar frá NM unglinga í Joensuu

Nú er komið að því sem unglingaliðin í hópfimleikum hafa stefnt að í allan vetur, þ.e. Norðurlandamót unglinga í Joensuu í Finnlandi. Hægt verður að kaupa beina útsendingu frá mótinu á vefsíðunni http://tgnordics2018.com/index.php/livestream/og hvetjum við alla áhugasama um fimleika til að fylgjast með því sem fram fer enda stórt hópfimleikaár…
Mánudagur, 09 Apríl 2018 18:12

Unglingalandslið Íslands á Berlin Cup

Landsliðsþjálfari karla, Róbert Kristmannsson, hefur valið 4 stráka í unglingalandslið Íslands sem tekur þátt á Berlin Cup í Þýskalandi dagana 20. og 21. apríl næstkomandi. Valið var byggt á frammistöðu strákanna á landsliðsæfingum og bikarmóti Fimleikasambandsins. Liðið skipa þeir Ágúst Ingi Davíðsson úr Gerplu, Breki Snorrason úr Björk, Jónas Ingi…
Sunnudagur, 08 Apríl 2018 18:32

Valgarð og Margrét sigurvegarar dagsins

Valgarð Reinhardsson og Margrét Lea Kristinsdóttir voru sigurvegarar dagsins í Laugardalshöll þar sem barist var um Íslandsmeistaratitla á einstökum áhöldum í áhaldafimleikum. Valgarð keppti til úrslita á 5 áhöldum af 6 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á fjórum þeirra, svifrá, tvíslá, gólfi og hringjum og hafnaði í 2. sæti á bogahesti…
Laugardagur, 07 Apríl 2018 18:18

Valgarð og Irina vörðu titilinn

Gríðalega skemmtilegri keppni í fjölþraut í áhaldafimleikum lauk í dag í Laugardalshöll þar sem hart var barist í öllum flokkum. Í kvennaflokki var fyrirfram búist við harðri keppni. Agnes Suto-Tuhaa var stigahæst á Bikarmóti Fimleikasambandsins fyrir hálfum mánuði og ljóst að Irina Sazonova úr Ármanni þurfti að hafa sig alla…
Föstudagur, 06 Apríl 2018 11:43

Fimleikaparadís - taka tvö

Í gær var það ekki bara íþróttafólkið sem vann þrekvirki í Laugardalshöll. Það þurfti margar hendur við ekki svo létt verk til að gera Laugardalshöllina að þeirri fimleikaparadís sem birtist landsmönnum á sjónvarpsskjánum í gærkveldi. Starfsmenn félaganna og sjálfboðaliðar unnu þrekvirki við að koma þessu öllu saman og svo sundur…
Fimmtudagur, 05 Apríl 2018 23:11

Stjarnan endurheimti titilinn

Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í glæsilegri umgjörð í Laugardalshöll í kvöld. Í kvennaflokki var gríðarlega hörð keppni milli Gerplu og Stjörnunnar þar sem Stjarnan freistaði þess að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut. Að lokum fór það svo að Stjarnan stóð uppi sem Íslandsmeistari en einungis munaði 0.600 stigum á lokaeinkunn…
Miðvikudagur, 04 Apríl 2018 14:50

Íslandsmótsblaðið 2018

Hver vinnur titilinn á Íslandsmótinu í fimleikum í ár? Kynnstu keppendum og skoðaðu brot af sögu keppninnar frá upphafi. Í blaðinu má einnig finna ástarhorn, reynslusögur íslensks fimleikafólks í erlendum fimleikaskólum og útskýringu á hverju áhaldi fyrir sig í þessari flóknu en skemmtilegu íþrótt. Farðu inná facebook síðu Fimleikasambandsins og…
Síða 10 af 62