Mánudagur, 01 Júlí 2013 09:04

Dominiqua sigursæl í Hollandi

Fimleikakonan Dominiqua Alma Belányi gerði það gott á alþjóðlegu móti í Hollandi um helgina en lið Gróttu frá Seltjarnarnesi sendi átta keppendur til leiks á mótinu sem nefnist Fame Svod Open. Aníta María Einarsdóttir og Dominiqua Alma Belányi kepptu í fullorðinsflokki. Dominiqua sigraði í fjölþraut á laugardaginn og Aníta varð…
Á fundi stjórnar FSÍ í gær, var ákveðið að ráða Írisi Svavarsdóttur í starf Sviðsstjóra fræðslumála, en Íris er öllum hnútum kunn í fimleikahreyfingunni eftir margra ára starf í ýmsum hlutverkum, auk þess sem Íris er íþróttafræðingur að mennt með kennsluréttindi. Helstu hlutverk sviðsstjóra fræðslumála eru að samræma fræðslumál, stuðla…
Mánudagur, 03 Júní 2013 13:22

Smáþjóðaleikarnir - tölfræði

Við höfum tekið saman verðlaunin í fimleikum á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru í síðustu viku. Eins og fram hefur komið þá unnu við til 13 verðlauna, 5 gullverðlauna og 8 bronsverðlauna. Við fengum flest gullverðlaunin en Lúxemborg skákaði okkur í fjölda verðlauna, þau hlutu 15 í heildina. Þegar horft er…
Fimmtudagur, 30 Maí 2013 19:13

5 gull og 8 brons á smáþjóðaleikunum

Í dag fór fram seinni keppnisdagurinn í fimleikum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg, þegar keppt var í úrslitum á einstökum áhöldum. Mikil eftirvænting var í íslenska hópnum eftir góðan dag á þriðjudaginn þegar tvö gull og tvo brons lágu eftir liðakeppni og keppni í fjölþraut. Dagurinn í dag var frábær og…
Þriðjudagur, 28 Maí 2013 19:01

Tvö gull á Smáþjóðaleikunum

Í dag fór fram fyrri keppnisdagurinn í fimleikum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Fyrr í dag þá fékk karlaliðið okkar bronsverðlaun í liðakeppni en seinnipartinn kepptu konurnar. Þær áttu frábæran dag og unnu liðakeppnina nokkuð örugglega en Lúxemborg varð í öðru sæti og Kýpur í því þriðja. Í fjölþraut þá vann…
Þriðjudagur, 28 Maí 2013 13:53

Brons hjá strákunum í liðakeppni

Nú fyrir stuttu lauk keppni hjá körlum á fyrri degi fimleikamótsins á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Íslenska liðinu gekk vel og vann til bronsverðlauna í liðakeppni, Monaco vann liðakeppnina og Kýpur varð í öðru sæti. Á sama tíma fór fram keppni í fjölþraut þar sem Ólafur Garðar Gunnarsson lenti í 4.sæti…
Sunnudagur, 26 Maí 2013 17:10

Tvö brons á Norðurlandamóti Unglinga

Í dag, sunnudaginn 26.maí, lauk keppni á Norðurlandameistaramóti unglinga í áhaldafimleikum í Elverum Noregi. Ísland átti þrjá keppendur í úrslitum í dag og unnust tvö brons. Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir vann til bronsverðlauna á gólfi og Valgarð Reinhardsson vann til bronsverðlauna á svifrá. Að auki tók Sigríður þátt í úrslitum á…
Miðvikudagur, 22 Maí 2013 10:31

Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum

Eftirfarandi einstaklingar hafa verið valdir til þátttöku á Norðurlandamóti unglinga í áhaldafimleikum, sem haldið verður í Elverum, Noregi, 24. – 26. maí 2013. Hópurinn heldur utan föstudaginn 24.maí og snýr aftur sunnudaginn 26.maí. Keppendur eru; Arnþór Daði Jónasson, GerplaEgill Gunnar Kristjánsson, ÁrmannGuðjón Bjarki Hildarson, GerplaGyða Einarsdóttir, GerplaHrannar Jónsson, GerplaKristjana Ýr…
Miðvikudagur, 22 Maí 2013 10:16

Smáþjóðaleikarnir - landslið

Fimleikasamband Íslands hefur valið 10 einstaklinga til að til að taka þátt í Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Lúxemborg 26.maí-2.júní næstkomandi. Fimleikakeppnin er bæði liðakeppni og einstaklingskeppni. Keppt verður í fimleikum á tveimur dögum, þriðjudaginn 28.maí þegar keppt verður í liðakeppni og fjölþraut, og fimmtudaginn 28.maí þegar úrslit á einstökum…
Föstudagur, 17 Maí 2013 09:28

Fimleikasamband Íslands 45 ára

Í dag, 17.maí, er Fimleikasamband Íslands 45 ára. Þann 17.maí 1968 stofnuðu fulltrúar frá níu héraðssamböndum Fimleikasambandið. Fyrsta stjórnin var skipuð þeim Valdimar Örnólfssyni formanni, Jens Guðbjörnssyni varaformanni, Grétari Franklínssyni gjaldkera, Þorgerði Gísladóttur fundarritara og Sigurði R. Guðmundssyni bréfritara. Formenn FSÍ frá upphafi hafa verið Valdimar Örnólfsson 1968 1970 Ásgeir…
Síða 51 af 57