Þriðjudagur, 09 Janúar 2018 11:46

Nýtt námskeið leit dagsins ljós

Um helgina fór fram seinni hluti þjálfaranámskeiðs í sérgreinahluta 2B. Alls sóttu 34 þjálfarar námskeiðið frá 9 félögum og var kennt í ÍSÍ, Fjölni, Fylki og Björk. Við þökkum félögunum kærlega fyrir liðlegheitin og að fá aðgang að þeirra húsnæði. Kennarar námskeiðsins voru Axel Ólafur Þórhannesson, Berglind Pétursdóttir, Guðmundur Þór…
Mánudagur, 08 Janúar 2018 13:43

Félagaskipti

Við viljum minna á að félagaskiptaglugginn er opinn og verður það til og með 15. janúar. Hér má finna slóð á reglur um félagaskipti. Hér má finna eyðublað sem þarf að fylla út og skila inn við félagaskipti.
Árlegt kjör Evrópska fimleikasambandsins (UEG) er nú í fullum gangi. Þar geta aðdáendur kosið uppáhalds fimleikafólkið sitt og árangur ársins 2017. Um er að ræða fimm flokka: Fimleikakarl ársins, fimleikakona ársins, lið ársins, rísandi stjarna ársins og framúrskarandi árangur ársins 2017. Tilnefningar komu frá tækninefnd Evrópska fimleikasambandsins, starfsmönnum og 50…
Fimleikasambandið þakkar stuðningsaðilum sínum fyrir þeirra framlag á liðnu ári. Án ykkar væri afreksstarf fimleikasambandsins ekki búið að blómstra líkt og það hefur gert undanfarið. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs í framtíðinni. Hér má sjá myndband af stærstu mótum ársins 2017 í fullorðinsflokki þar sem afreksfólkið okkar, sem þið styðjið,…
Föstudagur, 22 Desember 2017 11:20

Jólakveðja FSÍ 2017

Fimleikasamband Íslands óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir frábært fimleikaár ! Gleðileg Fimleika Jól 
Miðvikudagur, 20 Desember 2017 14:44

Fimleikafólk ársins 2017

Valgarð Reinhardsson er fimleikakarl ársins 2017. Hann varð Bikarmeistari með Gerplu og Íslandsmeistari í fjölþraut með þónokkrum yfirburðurðum. Hann náði besta árangri íslensku strákanna á erlendum vettvangi en hann lenti í 40. sæti á Evrópumótinu í Rúmeníu, 45. sæti á Heimsmeistaramótinu í Kanada og 8. sæti á Norður-Evrópumótinu en þar…
Þriðjudagur, 19 Desember 2017 16:15

Úrvalshópar í áhaldafimleikum karla

Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari karla hefur valið iðkendur í úrvalshópa Fimleikasambandsins 2018. Í úrvalshópnum eru alls 17 fimleikamenn, 9 í úrvalshópi fullorðinna og 8 í úrvalshópi unglinga og koma þeir frá þremur félögum. Úrvalshópur karla Arnór Már Másson Arnþór Daði Jónasson Atli Þórður Jónsson Eyþór Örn Baldursson Frosti Hlynsson Guðjón Bjarki…
Miðvikudagur, 13 Desember 2017 13:23

Úrvalshópar landsliða í hópfimleikum fyrir EM 2018

Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið úrvalshóp vegna Evrópumótsins í hópfimleikum 2018. Alls mættu tæplega 200 iðkendur á úrtökuæfingarnar og alls eru 100 iðkendur í fyrsta úrvalshóp frá 8 mismunandi félögum. Við viljum benda á að enn er möguleiki á að vinna sér sæti í landsliði með góðri…
Föstudagur, 08 Desember 2017 15:06

Dómaranámskeið í hópfimleikum á Egilstöðum

Dagana 25. - 28. janúar 2018 verður haldið dómaranámskeið í hópfimleikum á Egilsstöðum. Kenndar verða nýjar reglur UEG, COP 2017-2021. Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ fyrir miðvikudaginn 17.janúar, skráning lokast 23:59 þann dag. Þeir dómarar sem vilja skrá sig utan félags senda skráningu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem fram kemur…
Um helgina fór fram kosningaþing hjá Evrópska fimleikasambandinu (UEG). Í framboði fyrir Fimleikasamband Íslands (FSÍ) voru tveir fulltrúar, Sólveig Jónsdóttir Framkvæmdastjóri FSÍ sem fulltrúi í stjórn UEG og Hlíf Þorgeirsdóttir sem formaður nefndar um fimleika fyrir alla. Þær hafa báðar starfað í nefndum UEG síðastliðin ár. Fyrir þingið varð ljóst…
Síða 12 af 61