Miðvikudagur, 30 Ágúst 2017 11:09

Aga- og siðanefnd vinnur fyrir iðkendur

Velferð iðkenda í fimleikum er okkur öllum mikilvæg. Í gegnum félögin höfum við fundið fyrir þörfinni á því að hafa leiðbeinandi vettvang fyrir félögin til að ná þessu markmiði. Fimleikasambandið hefur í því sambandi skipað Aga- og siðanefnd FSÍ sem hefur það að markmiði að huga að og stuðla að…
Mánudagur, 28 Ágúst 2017 16:27

Hverjir komast á HM?

Nú er allt komið á fullt fyrir HM í áhaldafimleikum sem fram fer í Montreal í Kanada í byrjun október. Ísland sendir 2 karla og 3 konur til keppni og spennandi verður að sjá hverjir hreppa hnossið og munu keppa fyrir Íslands hönd í Montreal. Strákarnir mættu á fyrstu landsliðsæfinguna…
Laugardagur, 26 Ágúst 2017 20:59

Fræðsludagskrá túlkuð á þremur tungumálum

Fræðsludagur Fimleikasambandsins fór fram í dag, en þetta var í fyrsta skipti sem dagur sem þessi er haldinn. Dagurinn gekk eins og í sögu og voru þátttakendur almennt ánægðir. Í fyrsta skipti í sögu Fimleikasambandsins var dagskrá túlkuð fyrir erlenda þjálfara, en allir fyrirlestrar voru túlkaðir á alls þremur tungumálum,…
Föstudagur, 25 Ágúst 2017 13:20

Fræðsludagur FSÍ á morgun!

Á morgun laugardaginn 26. ágúst fer fram Fræðsludagur Fimleikasambands Íslands. Dagurinn er ætlaður öllum þeim þjálfurum sem koma til með að þjálfa í fimleikahreyfingunni næsta vetur en er einnig frábær vettvangur fyrir okkur öll til að hittast og eiga skemmtilegan dag saman. Fræðsludagurinn mun fara fram í Íþróttahúsinu Fagralundi, Furugrund…
Mánudagur, 14 Ágúst 2017 15:49

Félagaskipti

Við viljum minna á að félagaskiptaglugginn er opinn og verður það til og með 15. september. Hér má finna slóð á reglur um félagaskipti. Hér má finna eyðublað sem þarf að fylla út og skila inn við félagaskipti.
Fimmtudagur, 10 Ágúst 2017 13:47

Þakkar fimleikunum góðan árangur í crossfit

Heimsleikarnir í crossfit fóru fram um í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum um síðastliðna helgi. Meðal þátttakenda voru fyrrum fimleikastúlkurnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davísdóttir og Harpa Dögg Steindórsdóttir. Anníe Mist og Katrín Tanja tóku þátt í einstaklingskeppninni þar sem Anníe endaði í þriðja sæti og Katrín í því…
Fimmtudagur, 03 Ágúst 2017 09:53

Vel heppnað World gym for life challenge

Síðast liðna helgi fór fram World Gym For Life Challenge í Noregi þar sem saman voru komnir rúmlega 2000 þátttakendur í 106 sýningarhópum. Þetta er í þriðja skiptið sem sem keppnin er haldin en öll atriðin fá umsögn frá dómurum. Okkar kona, Hlíf Þorgeirsdóttir, var dómari að þessu sinni og…
Landstevne DGI er gríðarlega stór íþróttahátíð í Danmörku í anda Landsmóts UMFÍ. Hátíðin hefur verið haldin á fjögurra ára fresti, frá þar síðustu aldarmótum og hefur því gríðarlega langa sögu. Mótið er fjölbreytt og tekur sífelldum breytingum og fullt af nýjum greinum hafa fengið að stíga þar sín fyrstu skref.…
Þriðjudagur, 27 Júní 2017 15:22

Fastanefndir FSÍ veturinn 2017-2018

Stjórn Fimleikasambandsins hefur valið eftirfarandi einstaklinga í fastanefndir á vegum sambandsins. Tækninefnd kvenna: Berglind Pétursdóttir - formaður Auður Ólafsdóttir Hlín Bjarnadóttir Ragna Þyrí Ragnarsdóttir Sandra Árnadóttir Tækninefnd karla: Anton Heiðar Þórólfsson - formaður Axel Ólafur Þórhannesson Daði Snær Pálsson Sigurður Hrafn Pétursson Zoltán Denemyi Tækninefnd í hópfimleikum: Berþóra Kristín Ingvarsdóttir…
Mánudagur, 26 Júní 2017 14:30

Voruð þið líka á hvolfi á laugardaginn?

Takk fyrir að taka þátt í alþjóðlega handstöðudeginum með okkur síðastliðinn laugardag. Fjölbreyttar og skemmtilegar handstöðumyndir voru merktar undir hastaginu #HandstandDay. Gríðarlegur fjöldi tók þátt og var gaman að sjá unga sem aldna láta ljós sitt skýna. Yngsti þáttakandi að þessu sinni var ófædd dóttir fimleikaparsins Ingibjargar Antonsdóttur og Þórarinns…
Síða 12 af 55