Þriðjudagur, 21 Júlí 2020 10:06

Fimleikahringurinn fer af stað á morgun - miðvikudaginn 22. júlí

Fimleikahringurinn fer af stað á morgun, 22. júlí, þar sem karlalandslið Íslands í hópfimleikum fer í 10 daga sýningaferð hringinn í kringum Ísland. Þeir munu koma við á átta stöðum og að loknum sýningum er börnum og unglingum, af öllum kynjum boðið á æfingu undir handleiðslu landsliðsins.

Markmiðið með verkefninu er að kynna íþóttina fyrir Íslendingum hvaðanæva af landinu. Okkur langar í leiðinni að fá fleiri stráka í fimleikahreyfinguna þar sem þeir hafa verið í minnihluta okkar iðkenda, en umfram allt er markmiðið að allir fái að njóta sín á sínum forsendum sama af hvaða kyni þeir eru, því fimleikar eru fyrir alla. Strákarnir munu ferðast með fimleikaáhöldin með sér og setja upp sýningu í íþróttahúsi bæjarinns. 

Við hvetjum alla til að koma og sjá glæsilega fimleikasýningu og börn og unglinga í framhaldi að prófa fimleika með karlalandsliðinu, sem ætlar að kenna allskonar flott fimleikatrix.

Hér má sjá dagskrá ferðarinnar: