Föstudagur, 27 Mars 2020 12:47

Eurogym 2020 frestað vegna kórónuveirunnar

Eurogym frestað Eurogym frestað

Sú erfiða ákvörðun hefur verið tekin af Evrópska fimleikasambandinu og Fimleikasambandi Íslands að fresta Eurogym hátíðinni sem fara átti fram á Íslandi í júlí 2020 vegna kórónuveirunnar.

 

Stefnt er að því að halda hátíðina í Reykjavík í júlí 2021 og á næstu vikum verður unnið að því að finna nákvæma dagsetningu fyrir viðburðinn og verður sú dagsetning tilkynnt í lok apríl.

 

Við vonumst til að þeir hópar sem voru búnir að skrá sig munu einnig sýna hátíðinni áhuga á næsta ári og vonandi sjá fleiri iðkenndur bætast í hópinn.