Mánudagur, 03 Febrúar 2020 16:54

Strákum fæddum 2005-2011 boðið á æfingu - Myndband

Langar þig að koma á fimleikaæfingu? Komdu á æfingu með landsliðsþjálfurum drengja í hópfimleikum. Allir strákar sem hafa áhuga á að verða sterkir, hoppa á trampólíni og að læra ný trix eru velkomnir að koma og æfa með okkur að kostnaðarlausu.
 
Ef þú æfir fimleika nú þegar er þér líka boðið og þá getur þú tekið vini þína með og leyft þeim að prófa. Æfingar verða haldnar að meðaltali 1x í mánuði og stendur öllum drengjum fæddum 2005-2011 til boða. Ekki þarf að skrá sig á æfinguna, heldur er nóg að mæta og taka þátt.
 
Þetta er önnur æfingin sem haldin er í ár en 60 strákar mættu á fyrstu æfinguna og margir tóku sín fyrstu skref í fimleikum. Hér má sjá myndband frá þeirri æfingu. 
 
Allar upplýsingarnar um æfinguna má sjá hér: 
 
 
Við hlökkkum til að sjá ykkur!
 
#fimleikarfs
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar