Mánudagur, 19 Ágúst 2019 10:21

Gerrit Beltman gestaþjálfari á landsliðshelgi

Um síðustu helgi fór fram æfingahelgi fyrir úrvalshóp kvenna í áhaldafimleikum. Hildur Ketilsdóttir landsliðsþjálfari fékk Gerrit Beltman gestaþjálfara til að koma og stýra helginni með henni. Æfingarnar fóru fram í nýjum og glæsilegum fimleikasal Gróttu á Seltjarnarnesinu og þakkar FSÍ kærlega fyrir afnot af salnum. 

Það styttist í næstu verkefni hjá íslenska kvennalandsliðinu og verður úrtökumót fyrir komandi verkefni síðar í mánuðinum. Verkefni sem eru framundan er Heimsbikarmót í París í september, Norður Evrópumót sem verður haldið á Íslandi í september og Heimsmeistaramót í Stuttgart í október.


Skemmtilegt er frá því að segja að Irina Sazonova er komin á fullt í æfingum eftir að hafa eignast son í janúar og stefnir á landsliðsverkefni í haust.