Föstudagur, 17 Maí 2019 17:13

Unglingalandsliðin keppa á Norðurlandamóti á morgun

Unglingalandslið Íslands í áhaldafimleikum keppa á Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð á morgun. Liðin fóru á æfingu í keppnishöllinni í dag en keppnin fer fram á tveimur mismunandi stöðum í Svíþjóð. Stúlknakeppnin fer fram í Västerås en drengjakeppnin í Halmstad. 

Hægt verður að fylgjast með einkunnum hér. 

Liðin skipa; 

U-16 landslið kvenna í stafrófsröð:

Embla Guðmundsdóttir - Björk
Guðrún Edda Min Harðardóttir - Björk
Hera Lind Gunnarsdóttir - Gerpla
Hildur Maja Guðmundsdóttir - Gerpla
Hrefna Lind Hannesdóttir - Björk
Ingunn Ragnarsdóttir - Ármann
Laufey Birna Jóhannsdóttir - Grótta

Þjálfarar eru Þorbjörg Gísladóttir og Sesselja Jarvela.

U-18 landslið karla í stafrófsröð:

Atli Snær Valgeirsson - Ármann
Ágúst Ingi Davíðsson - Gerpla
Breki Snorrason - Björk
Dagur Kári Ólafsson - Gerpla
Jónas Ingi Þórisson - Ármann
Martin Bjarni Guðmundsson - Gerpla
Valdimar Matthíasson - Gerpla

Þjálfarar eru Róbert Kristmannsson og Viktor Kristmannsson

Í drengjaflokki er einnig keppt í U14 ára flokki. Þar keppir fyrir hönd Íslands Arnar Arason úr Gerplu. 

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar