Þriðjudagur, 14 Maí 2019 16:00

EUROGYM 2020 upplýsingafundur

Síðast liðna helgi fór fram upplýsingafundur vegna EUROGYM 2020. Fimleikasambandið tók þá á móti 15 fulltrúum frá 13 þjóðum sem hafa hug á að taka þátt í EUROGYM. Að lokinni kynningu um hátíðina var gengið um Laugardalinn og miðbæinn þar sem viðburðir hátíðarinnar koma til með að vera staðsettir. Fundurinn gekk vel og framundan er skemmtilegt rúmt ár í undirbúningi fyrir hátíðina.

Kynning fyrir íslensku félögin fer svo fram þriðjudaginn 28. maí. En þar verður hátíðin kynnt líkt og gert var núna um helgina. Sá fundur fer fram í fundarsal D á þriðju hæð ÍSÍ kl 20:00.