Fimmtudagur, 11 Apríl 2019 10:39

Undankeppni í kvennaflokki er að hefjast - Fylgstu með beinni útsendingu!

Stelpurnar keppa í undanúrslitum á Evrópumótinu í Szczecin í Póllandi í dag. Fyrsta hluta mótsins er lokið, en Emilía Björt Sigurjónsdóttir og Vigdís Pálmadóttir keppa í öðrum hluta sem hefst kl. 11:30 á íslenskum tíma og lýkur um 13:30. 

Núverandi Íslandsmeistari Agnes Suto-Tuuha og Thelma Aðalsteinsdóttir keppa í fjórða hluta sem fer fram kl. 16:30-18:30 á íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu hér.

Einnig er hægt að fylgjast með einkunnargjöfinni hér. 

Stelpurnar fóru á æfingu í keppnishöllinni á þriðjudag og má sjá stutt myndbrot af æfingunni hér. 

 

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar