Miðvikudagur, 19 September 2018 17:09

Stuðningsmannabolir fyrir EM í hópfimleikum og HM í áhaldafimleikum

Kæru stuðningsmenn! Fimleikasambandið og 66° norður eru í samstarfi fyrir stærstu mót ársins 2018 og bjóða bestu stuðningsmönnunum upp á að kaupa bláan 66° norður stuðningsmannabol á topp verði. 

Möguleiki er á að merkja bolinn að aftanverðu en merkingin er þó valkvæð. Fyrir þá sem hafa áhuga á því er hægt er að skrifa t.d. eftirnafn iðkanda, Ísland eða hvað sem fólki dettur í hug aftan á bolina. 

Verðskrá:
Bolur án merkingar kostar 1.500
Bolur með merkingu kostar 2.800

Bolirnir fara í prentun eftir helgi og er því hægt að panta boli til klukkan 16:00 á föstudag. 

Skráning fer fram hér. 

Krafa verður sett í heimabanka þess sem skráir kennitölu sína í pöntunina.

Tölvupóstur verður sendur á það netfang sem er skráð fyrir pöntuninni þegar bolurinn kemur. Nánari upplýsingar um tímasetningu á því hvenær hægt er að sækja bolina mun koma fram í tölvupóstinum. Hægt verður að nálgast bolina á skrifstofu Fimleikasambandsins, Engjavegi 6, 104 Reykjavík þegar þeir koma úr merkingu.