Miðvikudagur, 19 September 2018 15:35

Landslið í áhaldafimleikum KVK fyrir HM í Doha

Landsliðsþjálfarar kvenna hafa valið landslið Íslands í áhaldafimleikum fyrir Heimsmeistaramótið sem fram fer í Doha dagana 25. október til 3. nóvember.

Konurnar keppa í 27. október og mun Ísland senda lið til keppni sem við erum ákaflega stolt af, enda mikil gróska í starfi fimleikafélaganna um land allt. 

Kvennaliðið er skipað þeim;
Agnesi Suto-Tuuha - Gerplu,
Dominiqua Ölma Belányi - Björk,
Margréti Leu Kristinsdóttur - Björk,
Sonju Margéti Ólafsdóttur - Gerplu,
Thelmu Aðalsteinsdóttur - Gerplu

Varamaður er Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir - Björk

Þjálfarar Íslands eru Hildur Ketilsdóttir og Þorbjörg Gísladóttir og dómari Hlín Bjarnadóttir.

Við óskum keppendum, þjálfurum, félögum og foreldrum innilega til hamingju.

Áfram Ísland.

Landsliðsþjálfarar kvk í áhaldafimleikum
Fimleikasamband Íslands