Þriðjudagur, 21 Ágúst 2018 13:44

Fræðsludagur FSÍ á laugardag

Fræðsludagur Fimleikasambandsins

Fræðsludagur FSÍ fer fram næstkomandi laugardag í Íþróttahúsinu Fagralundi. Dagurinn er ætlaður öllum þeim þjálfurum sem koma til með að þjálfa í fimleikahreyfingunni næsta vetur en er einnig frábær vettvangur fyrir okkur öll til að hittast og eiga skemmtilegan dag saman. Athugið að fyrirlesturinn verður einungis einu sinni á dagskrá í ár en fyrir erlendu þjálfarana okkar verður fyrirlesturinn túlkaður á ensku.

Við höfum fengið til liðs við okkur flotta fyrirlesara í ár sem eru sérfræðingar á sínu sviði og tilbúnir að deila með okkur sinni reynslu. Vanda Sigurgeirsdóttir starfar sem lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands þar sem sérsvið hennar er einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Hrund Þrándardóttir er sálfræðingur á Sálstofunni og útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands 2003. Við erum sérstaklega ánægð með að fá til okkar Jeff Thomson en hann hefur í gegnum árin sinnt ýmsum ráðgjafastörfum fyrir FIG og er einn af hugmyndasmiðum Age group Development program. Fyrirlestrar Hrundar, Vöndu og skrifstofu FSÍ eru túlkaðir á ensku.

 

Hér má sjá dagskránna: 

Kl. 13:00 – 14:00          Fimleikar fyrir alla - Jeff Thomson

Kl. 14:00 – 14:50          ADHD og kvíði – Hrund Þrándardóttir

Kl. 15:15 – 16:15          Einelti – Vanda Sigurgeirsdóttir

Kl. 16:15 – 17:00          Skrifstofa FSÍ

 

Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir leyfishafa, 2.500 kr. fyrir aðra.

Opið er fyrir skráningu í Þjónustugátt FSÍ til miðnættis fimmtudaginn 23. ágúst. Þeir sem ekki eru skráðir í Þjónustugáttina senda skráningu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fagriludur er staðsettur í Furugrund 83, 200 Kópavogi, en staðsetningu á korti má sjá hér.