Þriðjudagur, 03 Júlí 2018 09:23

Landsliðin fyrir EM í áhaldafimleikum

Landsliðsþjálfarar hafa valið landslið Íslands í áhaldafimleikum fyrir Evrópumótið sem fram fer í Glasgow 2.-12. ágúst.

Konurnar keppa 2.-5. ágúst og sendir Ísland lið í bæði kvenna og stúlkna flokki.

Kvennaliðið er skipað þeim Agnesi Suto-Tuuha, Lilju Ólafsdóttur, Margréti Leu Kristinsdóttur, Sigríði Bergþórsdóttur og Thelmu Aðalsteinsdóttur.

Stúlkna liðið skipa Emilía Sigurjónsdóttir, Guðrún Harðardóttir, Laufey Jóhannsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir og Vigdís Pálmadóttir.

Karlakeppnin fer fram 9.-12. ágúst. Ísland sendir lið í drengja flokki en einnig keppa í karlaflokki Valgarð Reinhardsson og Eyþór Örn Baldursson.

Drengja lið Íslands skipa Ágúst Ingi Davíðsson, Breki Snorrason, Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson og Martin Bjarni Guðmundsson.

Við óskum keppendum, þjálfurum, félögum og foreldrum innilega til hamingju.

Áfram Ísland.